Flókið ferli endurupptökunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Dómur féll í Hæstarétti 22. febrúar 1980, fyrir 38 árum. Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála er sérstæð í marga staði, ekki eingöngu af þeirri ástæðu að málin eru meðal allra umtöluðustu sakamála síðari tíma á Íslandi heldur einnig vegna þeirrar sérstöku stöðu sem uppi er í endurupptökunni réttarfarslega enda fátítt ef ekki fordæmalaust að saksóknari fari fram á sýknu í kröfugerð í sakamáli. Margir spyrja sig því hvers megi vænta og hver ferill málsins gæti orðið. Í kjölfar þess að saksóknari lagði fram greinargerð sína í fyrradag, óskuðu verjendur eftir fresti fram í maí til að skila greinargerðum og líklega verður þeim veittur frestur til 20. maí. Þegar verjendur hafa skilað greinargerðum mun Hæstiréttur tilkynna málflutningsdag og setja málið á dagskrá, nema rétturinn ákveði að dómur verði lagður á málið án málflutnings. Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, segist reikna með að málið verði flutt munnlega, en bendir þó á að aðstæður séu sérstakar. „Það er ákvörðun réttarins hvort hann telji yfirhöfuð þörf á því, við þessar aðstæður.“ Davíð segir þó að allt að einu þurfi að fara í gegnum ferilinn og kveða upp nýjan dóm. Ef og þegar málflutningsdagur er tilkynntur mun við sama tækifæri liggja fyrir hverjir skipa dóminn og þá mun í framhaldinu koma í ljós hvort verjendur geri kröfu um að einhverjir þeirra víki sæti vegna vanhæfis.Jón Steinar Gunnlaugsson er verjandi Kristjáns Viðars.Málið hefur nokkuð oft komið til kasta Hæstaréttar áður og er viðbúið að dómarar sem til að mynda hafa hafnað fyrri beiðnum um endurupptöku teljist vanhæfir í málinu. Það á við um Markús Sigurbjörnsson einan, af þeim sem eiga sæti í Hæstarétti í dag, en viðbúið er að verjendur muni huga vel að öðrum mögulegum vanhæfisástæðum. Þá gæti Hæstiréttur einnig tekið formhlið málsins til sérstakrar skoðunar enda þótt aðilar málsins hafi ekki uppi kröfur um frávísun. „Það er ekkert sem bendir til þess en það er hins vegar nauðsynlegt að hafa það í huga að rétturinn hefur formlega heimild til að vísa máli frá án kröfu ef gallar eru á formhlið þess,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, aðspurður um líkur á að málinu verði vísað frá. Komi til þess mun það líklega ekki koma í ljós fyrr en eftir munnlegan málflutning. Nokkur áhöld hafa einnig verið um áhrif þess að saksóknari gerir sýknukröfu í málinu og hve bindandi áhrif hún hefur fyrir Hæstarétt. Í dómi sem féll í Landsrétti í lok síðustu viku er því slegið föstu að við meðferð sakamála verði ekki dæmdar aðrar kröfur á hendur ákærða en ákæruvaldið geri. Af þessari túlkun Landsréttar verður að ætla að Hæstiréttur sé bundinn af kröfu saksóknara og geti ekki kveðið upp sakfellingardóm fyrst ekki er gerð um það krafa, að því gefnu að Hæstiréttur fallist á þessa túlkun Landsréttar. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Ragnar Aðalsteinsson segir að gera þurfi athugasemdir við greinargerð setts saksóknara í Geirfinnsmálinu þótt sýknu sé krafist. Hann leggur áherslu á að málflutningur verði í Hæstarétti. Segir saksóknara draga sakleysi dómþola í 22. febrúar 2018 06:00 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála er sérstæð í marga staði, ekki eingöngu af þeirri ástæðu að málin eru meðal allra umtöluðustu sakamála síðari tíma á Íslandi heldur einnig vegna þeirrar sérstöku stöðu sem uppi er í endurupptökunni réttarfarslega enda fátítt ef ekki fordæmalaust að saksóknari fari fram á sýknu í kröfugerð í sakamáli. Margir spyrja sig því hvers megi vænta og hver ferill málsins gæti orðið. Í kjölfar þess að saksóknari lagði fram greinargerð sína í fyrradag, óskuðu verjendur eftir fresti fram í maí til að skila greinargerðum og líklega verður þeim veittur frestur til 20. maí. Þegar verjendur hafa skilað greinargerðum mun Hæstiréttur tilkynna málflutningsdag og setja málið á dagskrá, nema rétturinn ákveði að dómur verði lagður á málið án málflutnings. Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, segist reikna með að málið verði flutt munnlega, en bendir þó á að aðstæður séu sérstakar. „Það er ákvörðun réttarins hvort hann telji yfirhöfuð þörf á því, við þessar aðstæður.“ Davíð segir þó að allt að einu þurfi að fara í gegnum ferilinn og kveða upp nýjan dóm. Ef og þegar málflutningsdagur er tilkynntur mun við sama tækifæri liggja fyrir hverjir skipa dóminn og þá mun í framhaldinu koma í ljós hvort verjendur geri kröfu um að einhverjir þeirra víki sæti vegna vanhæfis.Jón Steinar Gunnlaugsson er verjandi Kristjáns Viðars.Málið hefur nokkuð oft komið til kasta Hæstaréttar áður og er viðbúið að dómarar sem til að mynda hafa hafnað fyrri beiðnum um endurupptöku teljist vanhæfir í málinu. Það á við um Markús Sigurbjörnsson einan, af þeim sem eiga sæti í Hæstarétti í dag, en viðbúið er að verjendur muni huga vel að öðrum mögulegum vanhæfisástæðum. Þá gæti Hæstiréttur einnig tekið formhlið málsins til sérstakrar skoðunar enda þótt aðilar málsins hafi ekki uppi kröfur um frávísun. „Það er ekkert sem bendir til þess en það er hins vegar nauðsynlegt að hafa það í huga að rétturinn hefur formlega heimild til að vísa máli frá án kröfu ef gallar eru á formhlið þess,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar, aðspurður um líkur á að málinu verði vísað frá. Komi til þess mun það líklega ekki koma í ljós fyrr en eftir munnlegan málflutning. Nokkur áhöld hafa einnig verið um áhrif þess að saksóknari gerir sýknukröfu í málinu og hve bindandi áhrif hún hefur fyrir Hæstarétt. Í dómi sem féll í Landsrétti í lok síðustu viku er því slegið föstu að við meðferð sakamála verði ekki dæmdar aðrar kröfur á hendur ákærða en ákæruvaldið geri. Af þessari túlkun Landsréttar verður að ætla að Hæstiréttur sé bundinn af kröfu saksóknara og geti ekki kveðið upp sakfellingardóm fyrst ekki er gerð um það krafa, að því gefnu að Hæstiréttur fallist á þessa túlkun Landsréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Ragnar Aðalsteinsson segir að gera þurfi athugasemdir við greinargerð setts saksóknara í Geirfinnsmálinu þótt sýknu sé krafist. Hann leggur áherslu á að málflutningur verði í Hæstarétti. Segir saksóknara draga sakleysi dómþola í 22. febrúar 2018 06:00 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30
Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Ragnar Aðalsteinsson segir að gera þurfi athugasemdir við greinargerð setts saksóknara í Geirfinnsmálinu þótt sýknu sé krafist. Hann leggur áherslu á að málflutningur verði í Hæstarétti. Segir saksóknara draga sakleysi dómþola í 22. febrúar 2018 06:00
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14