Golf

Valdís enn í toppbaráttunni | Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. mynd/gsí
Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir gaf ekkert eftir á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu í nótt og er í fjórða sæti mótsins.

Valdís Þóra lék annan hringinn í gær á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún situr ein í fjórða sæti mótsins og er tveimur höggum á eftir hinni ensku Holly Clyburn sem leiðir enn mótið.

Valdís Þóra sótti sinn fyrsta fugl á annarri holu og spilaði svo mjög stöðugt golf allan hringinn. Hún þarf að halda því áfram um helgina og þá getur allt gerst.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal neðstu kvenna eftir fyrsta daginn enda var hann ömurlegur hjá henni.

Þá spilaði Ólafía Þórunn á 80 höggum en hún bætti sig mikið í nótt og spilaði þá á 70 höggum. Sama skori og Valdís. Þessi fíni hringur hefur komið henni réttu megin við niðurskurðarlínuna og okkar stúlkur verða því báða í eldlínunni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×