Gríðarlegur vatnsleki í Álfkonuhvarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 23:52 Vatnsyfirborð í bílakjallaranum hefur hækkað hratt síðan klukkan 16 í dag. Anna María Ragnarsdóttir Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil. Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil.
Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21