Tískuvikan í London er nýyfirstaðin og hefur Mílanó tekið við. Götutískan í London er alltaf jafn frumleg og litaglöð, en það var eitt trend sem stóð upp úr að þessu sinni. Köflótt mynstur var gríðarlega áberandi, hvort sem það var í hefðbundnum brúnum eða gráum lit eða í skærari litum. Burberry-áhrifin náðu greinilega langt út fyrir tískupallinn, og má búast við að köflótt haldi áfram inn í vorið og alveg fram á næsta haust.
Christopher Bailey kveður Burberry eftir 17 ár hjá tískuhúsinu. Lestu um það hér.
Brentford
Liverpool