Hætti í sumar en gæti snúið aftur á völlinn með þýsku ljónunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 12:00 Kim Ekdahl du Rietz gæti klæðst gulu treyjunni á nýjan leik innan skammst. Vísir/Getty Kim Ekdahl du Rietz er sagður í þýskum fjölmiðlum á leið aftur í lið Rhein-Neckar Löwen þar í landi. Handball-World.com greinir frá því Hinn sænski Ekdahl du Rietz kom mörgum í opna skjöldu þegar hann tilkynnti að hann myndi hætta að spila handbolta þegar samningur hans við Löwen myndi renna út í lok síðasta tímabils. Hann væri einfaldlega búinn að fá nóg af íþróttinni. „Ég hef hugsað þetta í mörg ár og ekki fundið skýrari svör. Ég verð bara að taka þessu eins og það er. Ég nýt þess ekki að spila handbolta og ég er að bregðast við því,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild í ítarlegu viðtali um ákvörðun sína fyrir rúmu ári síðan. Sjá einnig: Fer hamingjusamur inn í óvissuna Löwen hefur ekki viljað staðfesta tíðindin en hefur boðað til blaðamannafundar á föstudag. Talið er líklegt að Löwen hafi viljað fá Ekdahl du Rietz til að fylla í skarð varnarmannsins öfluga Gedeon Guardiola sem er meiddur. Í viðtali við Handball-World.com í lok janúar sagðist Ekdahl du Rietz hafa notið þess að vera í fríi frá handboltanum. Hann búi í Lund í Svíþjóð en ferðist mikið. Hann sé þar að auki ekki kominn í nýja vinnu en hafi verið mikið á flakki í Evrópu til að heimsækja vinafólk. Svo virðist hins vegar vera að áhuginn á íþróttinni hafi aukist eftir að hann hætti að spila handbolta. Hann sagðist að minnsta kosti hafa lesið fleiri handboltafréttir eftir að hann hætti en hann gerði nokkru sinni á meðan hann spilaði sjálfur. Rhein-Neckar Löwen er í öðru sæti þýsku deildarinnar með 34 stig, einu minna en Hannover-Burgdorf sem á þar að auki leik til góða. Liðið er í fjórða sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu en með því leika Guðjón Valur sigurðsson og Alexander Petersson. Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira
Kim Ekdahl du Rietz er sagður í þýskum fjölmiðlum á leið aftur í lið Rhein-Neckar Löwen þar í landi. Handball-World.com greinir frá því Hinn sænski Ekdahl du Rietz kom mörgum í opna skjöldu þegar hann tilkynnti að hann myndi hætta að spila handbolta þegar samningur hans við Löwen myndi renna út í lok síðasta tímabils. Hann væri einfaldlega búinn að fá nóg af íþróttinni. „Ég hef hugsað þetta í mörg ár og ekki fundið skýrari svör. Ég verð bara að taka þessu eins og það er. Ég nýt þess ekki að spila handbolta og ég er að bregðast við því,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild í ítarlegu viðtali um ákvörðun sína fyrir rúmu ári síðan. Sjá einnig: Fer hamingjusamur inn í óvissuna Löwen hefur ekki viljað staðfesta tíðindin en hefur boðað til blaðamannafundar á föstudag. Talið er líklegt að Löwen hafi viljað fá Ekdahl du Rietz til að fylla í skarð varnarmannsins öfluga Gedeon Guardiola sem er meiddur. Í viðtali við Handball-World.com í lok janúar sagðist Ekdahl du Rietz hafa notið þess að vera í fríi frá handboltanum. Hann búi í Lund í Svíþjóð en ferðist mikið. Hann sé þar að auki ekki kominn í nýja vinnu en hafi verið mikið á flakki í Evrópu til að heimsækja vinafólk. Svo virðist hins vegar vera að áhuginn á íþróttinni hafi aukist eftir að hann hætti að spila handbolta. Hann sagðist að minnsta kosti hafa lesið fleiri handboltafréttir eftir að hann hætti en hann gerði nokkru sinni á meðan hann spilaði sjálfur. Rhein-Neckar Löwen er í öðru sæti þýsku deildarinnar með 34 stig, einu minna en Hannover-Burgdorf sem á þar að auki leik til góða. Liðið er í fjórða sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu en með því leika Guðjón Valur sigurðsson og Alexander Petersson.
Handbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Sjá meira