Hallgrímur biðst afsökunar eftir að hafa móðgað landsbyggðina með ruddalegri athugasemd Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 09:51 Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt, segir skáldið. visir/valli Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur beðist afsökunar á því að hafa líkt landsbyggðinni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Hallgrímur lét þau orð falla í gær í tilefni frétta af komu flóttamanna til landsins. Ríkisútvarpið hafði sagt frá því 21 íraskur flóttamaður hefði komið til landsins í gær. Um er að ræða fimm fjölskyldur, tvær þeirra setjast að í Súðavík og á Ísafirði á Vestfjörðum og tvær setjast að í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði fyrir austan. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson spurði í kjölfarið á Twitter hvers vegna þetta flóttafólk væri sent út á land. Spurði hann hvort það væri að þeirra ósk eða hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun á Íslandi?Ég ætti sjálfsagt að vita þetta, en spyr hér: Hvers vegna er allt þetta fólk sent út á land? Er það þeirra ósk, mat fagfólks að það sé best eða pólitísk ákvörðun á Íslandi? https://t.co/uddXOTJvHf— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Gísli Marteinn tók fram að honum finnist frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best.Ég tek fram, til að fyrirbyggja misskilning, að mér finnst frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best. Ég sé bara aldrei spurt að þessu.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Hallgrímur sagði í svari við innleggi Gísla Marteins að þessi ákvörðun væri hálf galið. Íslendingar fái fólk frá hamfarasvæði og það sé síðan sent út á landsbyggðina sem Hallgrímur líkti við hamfarasvæði því þar vill enginn búa. „Þetta er brútalt,“ sagði Hallgrímur.þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018 Var þetta gagnrýnt harðlega og benti Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur fengist við móttöku flóttamanna bæði hér á landi og erlendis, að bæði höfuðborg og landsbyggð hafi sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum. Svona í alvöru talað Hallgrímur? Friðsæll staður með fólki sem er reiðubúið að styðja fólk fyrstu skrefin inn í nýtt samfélag er allt annað en sanngjarnt að kalla hamfarasvæði í þessu samhengi. Bæði höfuðborg og landsbyggð hafa sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 27, 2018 Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, vakti athygli á skrifum Hallgríms í Facebook-hópnum Umræður um byggðaþróun, þar sem hann sagðist hreinlega vera kjaftstopp. Þar er Hallgrímur meðal annars gagnrýndur af Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar, sem sagði þetta var frámunalega fordóma hjá Hallgrími og bera vott um mikið þekkingarleysi Hallgrímur segir á Facebook í dag að honum hafi orðið á mistök á Twitter í gær með þessari ruddalegu athugasemd, eins og hann kallar hana sjálfur. „Ég þykist líka vita að góður og opinn hugur tekur á móti komufólkinu um allt land. Og bið ég svo vini mína á landsbyggðinni að fyrirgefa mér þetta rugl, en einkum þó flóttamennina sjálfa, en þeir eru jú mikilvægastir í þessu öllu. Orðið “hamfarasvæði” var mjög taktlaust í þessu sambandi. Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt. Því bið ég, kæru vinir, að þið vegið þessi orð hér gegn hinum,“ segir Hallgrímur. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur beðist afsökunar á því að hafa líkt landsbyggðinni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Hallgrímur lét þau orð falla í gær í tilefni frétta af komu flóttamanna til landsins. Ríkisútvarpið hafði sagt frá því 21 íraskur flóttamaður hefði komið til landsins í gær. Um er að ræða fimm fjölskyldur, tvær þeirra setjast að í Súðavík og á Ísafirði á Vestfjörðum og tvær setjast að í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði fyrir austan. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson spurði í kjölfarið á Twitter hvers vegna þetta flóttafólk væri sent út á land. Spurði hann hvort það væri að þeirra ósk eða hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun á Íslandi?Ég ætti sjálfsagt að vita þetta, en spyr hér: Hvers vegna er allt þetta fólk sent út á land? Er það þeirra ósk, mat fagfólks að það sé best eða pólitísk ákvörðun á Íslandi? https://t.co/uddXOTJvHf— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Gísli Marteinn tók fram að honum finnist frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best.Ég tek fram, til að fyrirbyggja misskilning, að mér finnst frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best. Ég sé bara aldrei spurt að þessu.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Hallgrímur sagði í svari við innleggi Gísla Marteins að þessi ákvörðun væri hálf galið. Íslendingar fái fólk frá hamfarasvæði og það sé síðan sent út á landsbyggðina sem Hallgrímur líkti við hamfarasvæði því þar vill enginn búa. „Þetta er brútalt,“ sagði Hallgrímur.þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018 Var þetta gagnrýnt harðlega og benti Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur fengist við móttöku flóttamanna bæði hér á landi og erlendis, að bæði höfuðborg og landsbyggð hafi sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum. Svona í alvöru talað Hallgrímur? Friðsæll staður með fólki sem er reiðubúið að styðja fólk fyrstu skrefin inn í nýtt samfélag er allt annað en sanngjarnt að kalla hamfarasvæði í þessu samhengi. Bæði höfuðborg og landsbyggð hafa sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 27, 2018 Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, vakti athygli á skrifum Hallgríms í Facebook-hópnum Umræður um byggðaþróun, þar sem hann sagðist hreinlega vera kjaftstopp. Þar er Hallgrímur meðal annars gagnrýndur af Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar, sem sagði þetta var frámunalega fordóma hjá Hallgrími og bera vott um mikið þekkingarleysi Hallgrímur segir á Facebook í dag að honum hafi orðið á mistök á Twitter í gær með þessari ruddalegu athugasemd, eins og hann kallar hana sjálfur. „Ég þykist líka vita að góður og opinn hugur tekur á móti komufólkinu um allt land. Og bið ég svo vini mína á landsbyggðinni að fyrirgefa mér þetta rugl, en einkum þó flóttamennina sjálfa, en þeir eru jú mikilvægastir í þessu öllu. Orðið “hamfarasvæði” var mjög taktlaust í þessu sambandi. Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt. Því bið ég, kæru vinir, að þið vegið þessi orð hér gegn hinum,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira