SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. Markmiðið hljóti að vera að nýr samningur taki við án átaka á vinnumarkaði í haust. Innan Samtaka atvinnulífsins var mönnum augljóslega létt að Alþýðusambandið sagði ekki upp samningum í dag. Enda telja atvinnurekendur ólíkt ASÍ að forsendur samninga séu ekki brostnar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir nauðsynlegt að deiluaðilar tali saman sem fyrst. Það er augljóst þrátt fyrir þessa niðurstöðu að það er mikil gremja innan Alþýðusambandsins með stöðu mála og það er boðuð harka í viðræðum í haust. Heldur þú að þetta verði erfiðir samningar fram undan? „Ég held að dagurinn í dag sé ekki endapunktur neins. Heldur upphafið að því að við þurfum að ná saman og hlusta á þær gagnrýnisraddir sem fram hafa komið. En verkefnið fram undan í mínum huga er alveg skýrt. Það er að standa vörð um þessa miklu kaupmáttaraukningu sem við höfum náð fram í sameiningu á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín. Nú er ljóst að kjarasamningar á almenna markaðnum gilda til áramóta. Almennt hefjast viðræður um nýja samninga formlega um tíu vikum áður en eldri samningar renna út. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að hefja mótun kröfugerðar nú þegar og þeim verði fylgt eftir af hörku í haust.Óttist þið hérna megin að það kunni jafnvel að verða verkföll um áramótin? „Að sjálfsögðu vonum við ekki. Ég held að aðalatriðið sé að við tökum upp samtal núna, aðilar vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að vinna jafnt og þétt núna eftir páska, inn í sumarið og haustið með það að markmiði að samningur taki við af samningi fyrir árslok. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira