Höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag en spár gerðu ráð fyrir Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 12:52 Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40
Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52
Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44