Höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag en spár gerðu ráð fyrir Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 12:52 Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Veðurstofan spáir slæmu veðri víðsvegar um landið í dag. Verst verður veðrið á Suðausturlandi seint í dag með norðvestan roki eða jafnvel ofsaveðri. Um landið norðvestanvert og norðanverðum Vestfjörðum er útlit fyrir stórhríð. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Norðanverðavestfirði og Norðvesturland þar sem búist er við stormi og mikil snjókomu og skafrenningi og því líkur á mikilli ófærð. Á Suðausturlandi er spáð 25-30 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s frá Mýrdal austur á Breiðamerkursand. Gera má ráð fyrir hættulegum aðstæðum fyrir ferðalanga og líkur á foktjóni. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að höfuðborgarsvæðið mun sleppa betur í dag er spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er allt svolítið snúið þar sem lægðarmiðjan er nánast á landinu en það verður vonskuveður víða en ekki endilega alltaf þar sem við gerðum ráð fyrir því. Fólk þarf að fylgjast mjög vel með spám, þetta er kannski ruglingslegt en þetta er mjög snúin staða sem er uppi núna. Það verður samt víða vont, það verður kannski skást á norðaustur- og austurlandi núna síðdegis og síðan virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa mun betur í dag heldur en spáin í gær gerði ráð fyrir en í staðinn er gert ráð fyrir að í fyrramálið og fram eftir degi verði hér leiðindaveður á Faxaflóasvæðinu.“ Nú þegar hefur nokkrum leiðum verið lokað vegna ófærðar eða veðurs en þetta eru Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði og veginum um Fagradal. Einnig er lokaður vegarkaflinn frá Vík að Skaftafelli. Þá gerir Vegagerðin ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum víðsvegar um landið gangi veðurspár eftir um helgina og eru vegarendur beðnir um að kynna sér það á heimasíðu Vegagerðarinnar. Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík segir að þar séu menn viðbúnir gangi veðurspáin eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fara nokkur þúsund ferðamenn um suður og suðausturland á bílaleigubílum á degi hverju. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum til þeirra.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52 Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40
Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. 10. febrúar 2018 08:52
Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir. 10. febrúar 2018 11:44