Dagur og Heiða efst á lista Samfylkingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 21:26 14 voru í framboði en fimm hluti bindandi kosningu á lista. Mynd/Eva H. Baldursdóttir Dagur B. Eggertsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson hlutu bindandi kosningu í fimm efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Kosningu lauk kl. 19 í dag, laugardaginn 10. febrúar, og kusu 1852 félagsmenn í flokksvalinu. Kjörsókn var 33,55%. Auð og ógild atkvæði voru 7. Atkvæði í fimm efstu sæti féllu þannig: 1. sæti: Dagur B. Eggertsson með 1610 atkvæði í fyrsta sæti, eða 87 prósent 2. sæti: Heiða Björg Hilmisdóttir með 1126 atkvæði í fyrsta og annað sæti 3. sæti: Skúli Helgason með 708 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti 4. sæti: Kristín Soffía Jónsdóttir með 732 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti 5. sæti: Hjálmar Sveinsson með 779 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti Úrslit kosninganna í heild sinni má sjá í töflunni hér að neðan.Samfylkingin14 voru í framboði og samkvæmt reglum um flokksvalið áttu kjósendur að greiða 8 til 10 frambjóðendum atkvæði. Niðurstaðan er bindandi fyrir efstu fimm sætin.Hörð barátta um 2.-4. sætið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf einn kost á sér í forystusæti listans og hreppti það. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi sóttust báðar eftir öðru sætinu. Þá var hörð barátta um þriðja sætið en þrír sóttust eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki vildi Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi þriðja til fjórða sæti. Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi þar sjö fulltrúa.Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. 9. febrúar 2018 12:02 Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. 10. febrúar 2018 15:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson hlutu bindandi kosningu í fimm efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Kosningu lauk kl. 19 í dag, laugardaginn 10. febrúar, og kusu 1852 félagsmenn í flokksvalinu. Kjörsókn var 33,55%. Auð og ógild atkvæði voru 7. Atkvæði í fimm efstu sæti féllu þannig: 1. sæti: Dagur B. Eggertsson með 1610 atkvæði í fyrsta sæti, eða 87 prósent 2. sæti: Heiða Björg Hilmisdóttir með 1126 atkvæði í fyrsta og annað sæti 3. sæti: Skúli Helgason með 708 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti 4. sæti: Kristín Soffía Jónsdóttir með 732 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti 5. sæti: Hjálmar Sveinsson með 779 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti Úrslit kosninganna í heild sinni má sjá í töflunni hér að neðan.Samfylkingin14 voru í framboði og samkvæmt reglum um flokksvalið áttu kjósendur að greiða 8 til 10 frambjóðendum atkvæði. Niðurstaðan er bindandi fyrir efstu fimm sætin.Hörð barátta um 2.-4. sætið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf einn kost á sér í forystusæti listans og hreppti það. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi sóttust báðar eftir öðru sætinu. Þá var hörð barátta um þriðja sætið en þrír sóttust eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki vildi Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi þriðja til fjórða sæti. Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi þar sjö fulltrúa.Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. 9. febrúar 2018 12:02 Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. 10. febrúar 2018 15:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00
Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. 9. febrúar 2018 12:02
Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. 10. febrúar 2018 15:30