Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:49 Hundruð björgunarsveitarmanna voru að störfum í nótt víða um landið vegna veðurs. Vísir Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir í samtali við Vísi að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað hratt síðasta klukkutímann en samkvæmt veðurspám á ekki að lægja fyrr en í kvöld. Veðrið er orðið mjög slæmt í borginni og full ástæða til að fara ekki af stað heldur halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að vera heima. Skyggni í borginni er slæmt og er appelsínugul viðvörun á svæðinu, vestlæg átt 18-25 og snjókoma eða él. Mjög blint í snjókomu eða skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum. Sjá einnig: Vonskuveður og mikilvægt að fólk virði lokanir Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesbraut og samkvæmt Vegagerðinni verður henni hugsanlega lokað í dag. Eftirfarandi vegir eru lokaðir í augnablikinu: Hellisheiði - Þrengsli - Kjalarnes - Biskupstungnabraut - Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði - Fróðárheiði - Brattabrekka - Holtavörðuheiði - Vatnsskarð - Þverárfjall - Öxnadalsheiði - Mývatns- og Möðrudalsöræfi - Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúarFréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir í samtali við Vísi að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað hratt síðasta klukkutímann en samkvæmt veðurspám á ekki að lægja fyrr en í kvöld. Veðrið er orðið mjög slæmt í borginni og full ástæða til að fara ekki af stað heldur halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að vera heima. Skyggni í borginni er slæmt og er appelsínugul viðvörun á svæðinu, vestlæg átt 18-25 og snjókoma eða él. Mjög blint í snjókomu eða skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum. Sjá einnig: Vonskuveður og mikilvægt að fólk virði lokanir Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesbraut og samkvæmt Vegagerðinni verður henni hugsanlega lokað í dag. Eftirfarandi vegir eru lokaðir í augnablikinu: Hellisheiði - Þrengsli - Kjalarnes - Biskupstungnabraut - Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði - Fróðárheiði - Brattabrekka - Holtavörðuheiði - Vatnsskarð - Þverárfjall - Öxnadalsheiði - Mývatns- og Möðrudalsöræfi - Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúarFréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels