Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 18:37 Töluvert hefur verið um lokanir í dag vegna veðurs. Jóhann K. Jóhannsson Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld. Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi biðlar til almennings um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. „Þetta er bara það umhverfi sem björgunarsveitir og lögregla búa við. Menn eru ekki alveg sammála í öllu því sem er gert og finnst kannski að reglurnar eigi betur við aðra heldur en sjálfa sig,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram á það við ökumenn breyttra jeppa sem ekki var hleypt um lokaða vegi að láta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. Aðspurður um hvort að ökumenn jeppa hafi verið í meirihluta þeirra sem þrætt hafi við lögreglu og björgunarsveitir um lokanir segir Oddur svo ekki vera. Ökumenn á alls konar bílum látið óánægju sína í ljós með lokanir. „Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur sko,“ segir Oddur sem segir þó að lögreglan geti alveg tekið á sig skammir en verst sé þegar sjálfboðaliðar í björgunarsveitunum fái að heyra það. „Þetta er leiðinlegt. Manni finnst kannski verra þegar er verið að níðast á sjálfboðaliðum og skamma þá fyrir að gera bara það sem er fyrir þá lagt,“ segir Oddur.Ekki lokað að ástæðulausu Mikið hefur mætt á björgunarsveitum og lögreglu víða um land um helgina, þá sérstaklega á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir störfuðu í allan gærdag fram á nótt við að koma ökumönnum til bjargar. Segir Oddur að það sé góð ástæða fyrir því að vegum sé lokað þegar veður sé jafn slæmt og raun bar vitni um helgina. „Ég held að ef menn skoði grannt þessar lokanir þá eru þær byggðar á mikilli reynslu og þekkingu. Við getum alltaf skoðað verkin okkar en vinnulagið og árangurinn frá því að menn fóru bara að loka með skipulögðum hætti áður en allt er komið í óefni, það er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Oddur. Búið er að opna fjöldahjálparstöð á Selfossi þar sem nokkrir hópar ferðamanna dvelja. Verður miðstöðin opin fram eftir kvöldi eftir því sem þurfa þykir en veður mun ekki ganga niður á Suðurlandi fyrr en í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45
Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut Ekki er vitað um líðan mannsins. 11. febrúar 2018 15:13