„Veturinn á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 11. febrúar 2018 21:13 Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í tvö ár. Rebekka Guðleifsdóttir „Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða. Veður Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða.
Veður Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira