„Veturinn á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 11. febrúar 2018 21:13 Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í tvö ár. Rebekka Guðleifsdóttir „Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða. Veður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða.
Veður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira