Seinni bylgjan um landsliðið: „Skiptir ekki máli hvort Gummi eða Geir sitji á bekknum, leikmenn þurfa reynslu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 11:00 Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30
Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00
Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30