Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 18:39 Í tilkynningu Umboðsmanns skuldara kemur fram að smálán eru sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra sem leita sér aðstoðar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum. Smálán Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum.
Smálán Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira