Neyðarkall frá Spáni til skoðunar í ráðuneytinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Sunna er enn lömuð fyrir neðan brjóstkassa og hefur enga tilfinningu í fótum. Unnur Birgisdóttir „Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57
Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00
Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12