Ósátt við að þurfa að lesa tíðindi af sveitarstjóra í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Arnar Þór Sævarsson hefur verið sveitarstjóri á Blönduósi frá árinu 2007. Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“ Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“
Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira