Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra á sjúkrahúsi á Malaga. Vísir/Egill Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26