Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: "Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. febrúar 2018 19:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs. Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs.
Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42