HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:00 HS Orka vill reisa allt að 80 metra hátt rannsóknarmastur á Reykjanesi. Vísir/GVA Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent