Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Halldór Benjamín segir það skoðun SA að ekki sé innstæða fyrir frekari launahækkun. „En það þarf tvo til að dansa,“ segir hann. VÍSIR/ANTON BRINK Kjaramál „Það er mikilvægt að sýna ró og yfirvegun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsendunefnd, skipuð fulltrúum SA og Alþýðusambands Íslands, á að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót um það hvort forsendur kjarasamninga standist. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vill meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands að kjarasamningum verði sagt upp núna, enda sé skýr forsendubrestur. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á meðal félagsmanna. Rafiðnaðarsambandið telur ljóst að forsendur hafi brostið fyrir ári en ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun til þessa árs. Þá kallaði stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins Framsýnar fyrr í vikunni eftir uppsögn samninga verði ekki orðið við kröfum um leiðréttingu launa og að ríkisstjórnin komi til móts við áherslur verkalýðshreyfingarinnar í velferðarmálum, Halldór Benjamín vill ekkert tjá sig um störf forsendunefndarinnar áður en hún lýkur störfum, en segir það skoðun Samtaka atvinnulífsins að mikilvægt sé að meta það sem áunnist hafi undanfarin ár.Kosningaspjall VÃsis. Ragnar Þór Ingólfsson hjá Dögun. „Til dæmis með tilliti til þróunar kaupmáttar, hækkunar lægstu launa sem hefur verið talsvert umfram hækkun annarra launa. Meta hvar við erum stödd í hagsveiflunni. Er einhver innstæða fyrir frekari launahækkun inni í atvinnulífinu? Mitt mat er að svo sé ekki. En það þarf tvo til að dansa. Við áttum okkur á því.“ Bæði forysta Framsýnar og Rafiðnaðarsambandið segja ákvarðanir kjararáðs hafa stuðlað að forsendubresti. Það hafi ákvarðanir í skattamálum líka gert. VR er stærsta stéttarfélagið innan ASÍ. Formaðurinn, Ragnar Þór Ingólfsson, segir fulltrúa atvinnulífsins hafa fundað fjórum sinnum með stjórnvöldum og fulltrúum sveitarfélaganna undanfarnar vikur, nú síðast á mánudaginn. Þar hafi meðal annars verið rædd mál tengd kjararáði. „Þegar maður skynjar vilja stjórnvalda til þess að reyna að leysa þetta mál þá erum við tilbúin til þess að hlusta,“ segir Ragnar. Líkur séu á því að VR geri sambærilega könnun meðal sinna félagsmanna og Rafiðnaðarsambandið gerði, en ekki fyrr en niðurstaða er fengin um kjararáðsmálin. Halldór segir að ferlið fram undan verði þannig að forsendunefndin komist að niðurstöðu fyrir mánaðamót. „Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi haldist þá gerist ekki neitt. Ef forsendunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur séu brostnar, þá er því vísað til samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem geta komið með viðbragð í framhaldinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Kjaramál „Það er mikilvægt að sýna ró og yfirvegun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Forsendunefnd, skipuð fulltrúum SA og Alþýðusambands Íslands, á að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót um það hvort forsendur kjarasamninga standist. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vill meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands að kjarasamningum verði sagt upp núna, enda sé skýr forsendubrestur. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var á meðal félagsmanna. Rafiðnaðarsambandið telur ljóst að forsendur hafi brostið fyrir ári en ákveðið hafi verið að fresta ákvörðun til þessa árs. Þá kallaði stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins Framsýnar fyrr í vikunni eftir uppsögn samninga verði ekki orðið við kröfum um leiðréttingu launa og að ríkisstjórnin komi til móts við áherslur verkalýðshreyfingarinnar í velferðarmálum, Halldór Benjamín vill ekkert tjá sig um störf forsendunefndarinnar áður en hún lýkur störfum, en segir það skoðun Samtaka atvinnulífsins að mikilvægt sé að meta það sem áunnist hafi undanfarin ár.Kosningaspjall VÃsis. Ragnar Þór Ingólfsson hjá Dögun. „Til dæmis með tilliti til þróunar kaupmáttar, hækkunar lægstu launa sem hefur verið talsvert umfram hækkun annarra launa. Meta hvar við erum stödd í hagsveiflunni. Er einhver innstæða fyrir frekari launahækkun inni í atvinnulífinu? Mitt mat er að svo sé ekki. En það þarf tvo til að dansa. Við áttum okkur á því.“ Bæði forysta Framsýnar og Rafiðnaðarsambandið segja ákvarðanir kjararáðs hafa stuðlað að forsendubresti. Það hafi ákvarðanir í skattamálum líka gert. VR er stærsta stéttarfélagið innan ASÍ. Formaðurinn, Ragnar Þór Ingólfsson, segir fulltrúa atvinnulífsins hafa fundað fjórum sinnum með stjórnvöldum og fulltrúum sveitarfélaganna undanfarnar vikur, nú síðast á mánudaginn. Þar hafi meðal annars verið rædd mál tengd kjararáði. „Þegar maður skynjar vilja stjórnvalda til þess að reyna að leysa þetta mál þá erum við tilbúin til þess að hlusta,“ segir Ragnar. Líkur séu á því að VR geri sambærilega könnun meðal sinna félagsmanna og Rafiðnaðarsambandið gerði, en ekki fyrr en niðurstaða er fengin um kjararáðsmálin. Halldór segir að ferlið fram undan verði þannig að forsendunefndin komist að niðurstöðu fyrir mánaðamót. „Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi haldist þá gerist ekki neitt. Ef forsendunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að forsendur séu brostnar, þá er því vísað til samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA sem geta komið með viðbragð í framhaldinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Rafvirkjar vilja slíta samningi Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. 15. febrúar 2018 06:00
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00