Íbúðum fjölgaði um 1800 á síðasta ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 15:23 Þessi mynd Íbúðalánasjóðs sýnir fjölgun íbúða eftir sveitarfélögum árin 2016 og 2017. íbúðalánasjóður Íbúðum hér á landi um tæplega 1800 á síðasta ári eða um 1759. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1580 árið 2016 og er aukningin því tæplega 200 íbúðir á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Íbúðum fjölgaði mest í Mosfellsbæ eða um 401 íbúð. Aukning hefur verið í fjölgun undanfarin ár en fjölgunin er þó hægfara í samanburði við eftirspurn. Þá var fjölgun íbúða í fyrr enn undir meðaltali síðustu tveggja ára. Hvað sveitarfélögin varðar þá kom Reykjavík á eftir Mosfellsbæ þar sem íbúðum fjölgaði um 322 í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár. „Til samanburðar fjölgaði íbúðum í borginni um 635 árið 2016. Kópavogur er í þriðja sæti í fjölgun íbúða í fyrra, en íbúðum í bænum fjölgaði um 269 í fyrra borið saman við 168 árið 2016. Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúðum þyrfti að fjölga um samtals 17.000 árin 2017-2019 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Nú þegar liggur fyrir að íbúðum fjölgaði um tæplega 1.800 í fyrra má draga þá ályktun, sé tekið mið af niðurstöðum skýrslunnar, að íbúðum þyrfti að fjölga um um það bil 15.000 í ár og næsta ár, 2018 og 2019, til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Eins og áður hefur komið fram er afar ólíklegt að uppbyggingarhraðinn verði nægjanlegur næstu tvö árin til að það náist að mæta þörf almennings fyrir íbúðir,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár.ÍbúðalánasjóðurSigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs segir tölurnar áhyggjuefni. „Séu þær bornar saman við nýja greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf á íbúðarhúsnæði kemur í ljós að líklega verður enn mikill skortur á íbúðum næstu 2-3 árin. Þessar nýju tölur um fjölgun íbúða sýna að langtímasýn og áætlanagerð í húsnæðismálum hefur verið ábótavant og að skortur hefur verið á áreiðanlegum upplýsingum.Tölurnar sýna okkur hversu mikilvægt það er að sveitarfélög marki stefnu í húsnæðismálum og geri áætlanir um hvernig þau ætla að mæta þeim mikla skorti sem ríkir á húsnæðismarkaði. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru lykilþáttur í því að stuðla að stöðugleika og sjá til þess að framboð húsnæðis mæti eftirspurn,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningu. Húsnæðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Íbúðum hér á landi um tæplega 1800 á síðasta ári eða um 1759. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1580 árið 2016 og er aukningin því tæplega 200 íbúðir á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Íbúðum fjölgaði mest í Mosfellsbæ eða um 401 íbúð. Aukning hefur verið í fjölgun undanfarin ár en fjölgunin er þó hægfara í samanburði við eftirspurn. Þá var fjölgun íbúða í fyrr enn undir meðaltali síðustu tveggja ára. Hvað sveitarfélögin varðar þá kom Reykjavík á eftir Mosfellsbæ þar sem íbúðum fjölgaði um 322 í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár. „Til samanburðar fjölgaði íbúðum í borginni um 635 árið 2016. Kópavogur er í þriðja sæti í fjölgun íbúða í fyrra, en íbúðum í bænum fjölgaði um 269 í fyrra borið saman við 168 árið 2016. Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúðum þyrfti að fjölga um samtals 17.000 árin 2017-2019 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Nú þegar liggur fyrir að íbúðum fjölgaði um tæplega 1.800 í fyrra má draga þá ályktun, sé tekið mið af niðurstöðum skýrslunnar, að íbúðum þyrfti að fjölga um um það bil 15.000 í ár og næsta ár, 2018 og 2019, til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Eins og áður hefur komið fram er afar ólíklegt að uppbyggingarhraðinn verði nægjanlegur næstu tvö árin til að það náist að mæta þörf almennings fyrir íbúðir,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár.ÍbúðalánasjóðurSigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs segir tölurnar áhyggjuefni. „Séu þær bornar saman við nýja greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf á íbúðarhúsnæði kemur í ljós að líklega verður enn mikill skortur á íbúðum næstu 2-3 árin. Þessar nýju tölur um fjölgun íbúða sýna að langtímasýn og áætlanagerð í húsnæðismálum hefur verið ábótavant og að skortur hefur verið á áreiðanlegum upplýsingum.Tölurnar sýna okkur hversu mikilvægt það er að sveitarfélög marki stefnu í húsnæðismálum og geri áætlanir um hvernig þau ætla að mæta þeim mikla skorti sem ríkir á húsnæðismarkaði. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru lykilþáttur í því að stuðla að stöðugleika og sjá til þess að framboð húsnæðis mæti eftirspurn,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningu.
Húsnæðismál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira