Blása dönsku lífi í norrænu goðin með Einari Kára Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Stórsveit Reykjavíkur klár í afmælistónleikana. Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu, í dag kl. 16. Flutt verður verkið Ferðin til Valhallar eftir danska tónskáldið, stjórnandann og básúnuleikarann Steen Hansen. Sigurður Flosason, forsvarsmaður Stórsveitarinnar, segir að það sé mikill fengur í komu Steens. „Þetta er áhugaverður höfundur og einn af fremstu básúnuleikurum Dana um áraraðir. Maður sem starfaði lengi vel í hinni virtu Stórsveit danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn, Danmarks Radio Big Band, og stjórnaði hljómsveitinni oft.“ Verkið sem sveitin ætlar að flytja undir stjórn Steens Hansen er í níu þáttum þar sem segir í kynngimögnuðum tónum frá helstu persónum hinnar norrænu goðafræði; Óðni, Þór, Loka, Freyju og fleirum. „Þetta stendur okkur Íslendingum nærri og Steen er svona að leitast við að draga fram persónuleika guðanna í hverjum kafla fyrir sig. Punkturinn yfir i-ið er svo að kynnir og sögumaður á tónleikunum verður Einar Kárason og hann ætlar að segja frá þessum góðu guðum. Þegar Einar talar um guðina þá verðum við öll áheyrendur og við hlökkum til að heyra það sem hann hefur að segja.“ Sigurður segir að það sé heillandi hversu fjölbreytt þessi tónlist er. „Þessi tónlist fer mjög víða. Er bæði aðgengileg og notaleg en svo er hún líka framsækin og hress. Þetta er málað í fjölbreytilegum litum.“ Þess má geta að tónleikarnir fara fram á afmælisdegi Stórsveitarinnar en hún fagnar 27 ára afmæli í dag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu, í dag kl. 16. Flutt verður verkið Ferðin til Valhallar eftir danska tónskáldið, stjórnandann og básúnuleikarann Steen Hansen. Sigurður Flosason, forsvarsmaður Stórsveitarinnar, segir að það sé mikill fengur í komu Steens. „Þetta er áhugaverður höfundur og einn af fremstu básúnuleikurum Dana um áraraðir. Maður sem starfaði lengi vel í hinni virtu Stórsveit danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn, Danmarks Radio Big Band, og stjórnaði hljómsveitinni oft.“ Verkið sem sveitin ætlar að flytja undir stjórn Steens Hansen er í níu þáttum þar sem segir í kynngimögnuðum tónum frá helstu persónum hinnar norrænu goðafræði; Óðni, Þór, Loka, Freyju og fleirum. „Þetta stendur okkur Íslendingum nærri og Steen er svona að leitast við að draga fram persónuleika guðanna í hverjum kafla fyrir sig. Punkturinn yfir i-ið er svo að kynnir og sögumaður á tónleikunum verður Einar Kárason og hann ætlar að segja frá þessum góðu guðum. Þegar Einar talar um guðina þá verðum við öll áheyrendur og við hlökkum til að heyra það sem hann hefur að segja.“ Sigurður segir að það sé heillandi hversu fjölbreytt þessi tónlist er. „Þessi tónlist fer mjög víða. Er bæði aðgengileg og notaleg en svo er hún líka framsækin og hress. Þetta er málað í fjölbreytilegum litum.“ Þess má geta að tónleikarnir fara fram á afmælisdegi Stórsveitarinnar en hún fagnar 27 ára afmæli í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira