Dauðvona konu skipað að hætta að hringja á heilsugæsluna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:02 21. janúar hringdi Heiðar Friðriksson á sjúkrabíl eftir að kona hans, Gunnhildur Linda, féll og missti meðvitund á heimili þeirra. Læknirinn kom ekki með sjúkrabílnum og skilaboðin frá sjúkraflutningamanninum voru að læknirinn ætlaði ekki að koma, þeir ættu að fara beint með hana á bráðamóttökuna í Reykjavík, sem er 200 kílómetra í burtu. „Hann ætlaði ekki að skoða hvort hún væri brotin eða meidd. Hún kvaldist,“ segir Heiðar. Læknirinn kom ekki af því að Gunnhildur hafði áður kvartað undan honum til yfirmanna nokkrum mánuðum áður. Læknirinn hafði frétt það og hringdi skömmu síðar til að tilkynna henni að hann myndi þá ekki sinna henni meira. Níu dögum eftir að Gunnhildur var flutt á bráðamóttöku lést hún, þann 30. janúar síðastliðinn, nýorðin 63 ára gömul. „Við sátum öll hjá henni þegar hún dó. Klukkan þrjú á þriðjudeginum. En ég gaf henni loforð, ég sagði við hana: Þetta mál deyr ekki með þér,“ segir Heiðar.Heiðar segir síðustu ár hafa verið afar erfið, sérstaklega að horfa upp á konu sína svo kvalda án þess að hlustað sé á hana.vísir/stillaSögðu að hún væri lyfjafíkill Heiðar kennir ekki þessu atviki um dauða Gunnhildar en það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Síðustu ár hafi kona hans átt við hræðilegar höfuðkvalir að stríða og ítrekað leitað sér aðstoðar hjá læknunum í Ólafsvík. Þar hafi hún mætt hroka og skilningsleysi. „Þeir gerðu bara lítið úr henni og hlustuðu ekkert á hana. Henni fannst hún vera afgangsstærð þarna og fór alltaf grátandi frá læknunum heim.“ Gunnhildur var sannfærð um að hún væri með heilaæxli. „Hún var búin að segja við þá að hún væri með eitthvað inni í höfðinu og bað ítrekað um rannsókn. Þeir sögðu nei, þetta eru bara krónískir höfuðverkir. Það væri ekki hægt að lækna þá og hún yrði bara að vera svona.“ Læknunum var aftur á móti umhugað um morfínskyldu lyfin sem Gunnhildur tók við höfuðkvölunum og sendu hjúkrunarfræðing heim til hennar til að minnka skammtana. „Einn læknanna sagði: Gunnhildur mín, þú ert lyfjafíkill og það þarf að taka af þér lyfin.“ Gunnhildur leitaði svo oft til heilsugæslu í von um aðstoð, að hún var á endanum beðin um að hætta að hringja. Læknarnir myndu bara hafa samband við hana einu sinni í viku. „Gunnhildur mín, nú hættir þú að hringja, veistu hvað þú hefur hringt oft síðustu mánuði. Þetta voru skilaboðin til hennar. Hún var ekki að gera símaat, hún var að biðja um hjálp,“ segir Heiðar.Með æxli á við sítrónu í heila Eftir þetta hætti Gunnhildur að þora að biðja um hjálp. Síðasta sumar byrjaði hún svo að lamast öðru megin og var flutt til Reykjavíkur með hraði. „Og þá er hún með æxli í heilanum á stærð við sítrónu og með bjúg sem er að blokkera heilann, hún er bara að lognast út af. Þetta voru þá krónísku höfuðverkirnir.“ Hluti æxlisins var tekinn með skurðaðgerð og Gunnhildur svo send heim, þar sem hún barðist fyrir viðeigandi læknisaðstoð fram á dánardag. Nú hefur Heiðar sent inn kæru til Landlæknis þar sem hann fer fram á að rannsakað verði hvaða læknir greindi Gunnhildi með króníska höfuðverki - og af hverju allir læknar hafi farið eftir þeirri greiningu í stað þess að hlusta á sjálfan sjúklinginn, sem eins og áður segir, hafði alltaf grun um að hún væri með æxli.Sáu allir að hún var fárveik Heiðar segir hroka lækna gagnvart konum sérstaklega hafa valdið því að það var ekki hlustað á Gunnhildi, og hún stimpluð sem lyfjafíkill eða jafnvel móðursjúk, þótt það hafi aldrei verið sagt beint út. Hann skilur ekki af hverju hún var ekki lögð inn á spítala eða send í rannsóknir. „Þá hefði verið kannski hægt að lengja líf hennar um nokkur ár í stað þess að láta líf hennar fjara út fyrir augum allra. Allir þessir læknar sáu að hún var fárveik, það sáu það allir í plássinu. Þetta var hraust manneskja, lífsglöð, mannblendin og hún var hætt að geta farið út. Hún hætti að geta lifað eðlilegu lífi fyrir löngu síðan.“ Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
21. janúar hringdi Heiðar Friðriksson á sjúkrabíl eftir að kona hans, Gunnhildur Linda, féll og missti meðvitund á heimili þeirra. Læknirinn kom ekki með sjúkrabílnum og skilaboðin frá sjúkraflutningamanninum voru að læknirinn ætlaði ekki að koma, þeir ættu að fara beint með hana á bráðamóttökuna í Reykjavík, sem er 200 kílómetra í burtu. „Hann ætlaði ekki að skoða hvort hún væri brotin eða meidd. Hún kvaldist,“ segir Heiðar. Læknirinn kom ekki af því að Gunnhildur hafði áður kvartað undan honum til yfirmanna nokkrum mánuðum áður. Læknirinn hafði frétt það og hringdi skömmu síðar til að tilkynna henni að hann myndi þá ekki sinna henni meira. Níu dögum eftir að Gunnhildur var flutt á bráðamóttöku lést hún, þann 30. janúar síðastliðinn, nýorðin 63 ára gömul. „Við sátum öll hjá henni þegar hún dó. Klukkan þrjú á þriðjudeginum. En ég gaf henni loforð, ég sagði við hana: Þetta mál deyr ekki með þér,“ segir Heiðar.Heiðar segir síðustu ár hafa verið afar erfið, sérstaklega að horfa upp á konu sína svo kvalda án þess að hlustað sé á hana.vísir/stillaSögðu að hún væri lyfjafíkill Heiðar kennir ekki þessu atviki um dauða Gunnhildar en það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Síðustu ár hafi kona hans átt við hræðilegar höfuðkvalir að stríða og ítrekað leitað sér aðstoðar hjá læknunum í Ólafsvík. Þar hafi hún mætt hroka og skilningsleysi. „Þeir gerðu bara lítið úr henni og hlustuðu ekkert á hana. Henni fannst hún vera afgangsstærð þarna og fór alltaf grátandi frá læknunum heim.“ Gunnhildur var sannfærð um að hún væri með heilaæxli. „Hún var búin að segja við þá að hún væri með eitthvað inni í höfðinu og bað ítrekað um rannsókn. Þeir sögðu nei, þetta eru bara krónískir höfuðverkir. Það væri ekki hægt að lækna þá og hún yrði bara að vera svona.“ Læknunum var aftur á móti umhugað um morfínskyldu lyfin sem Gunnhildur tók við höfuðkvölunum og sendu hjúkrunarfræðing heim til hennar til að minnka skammtana. „Einn læknanna sagði: Gunnhildur mín, þú ert lyfjafíkill og það þarf að taka af þér lyfin.“ Gunnhildur leitaði svo oft til heilsugæslu í von um aðstoð, að hún var á endanum beðin um að hætta að hringja. Læknarnir myndu bara hafa samband við hana einu sinni í viku. „Gunnhildur mín, nú hættir þú að hringja, veistu hvað þú hefur hringt oft síðustu mánuði. Þetta voru skilaboðin til hennar. Hún var ekki að gera símaat, hún var að biðja um hjálp,“ segir Heiðar.Með æxli á við sítrónu í heila Eftir þetta hætti Gunnhildur að þora að biðja um hjálp. Síðasta sumar byrjaði hún svo að lamast öðru megin og var flutt til Reykjavíkur með hraði. „Og þá er hún með æxli í heilanum á stærð við sítrónu og með bjúg sem er að blokkera heilann, hún er bara að lognast út af. Þetta voru þá krónísku höfuðverkirnir.“ Hluti æxlisins var tekinn með skurðaðgerð og Gunnhildur svo send heim, þar sem hún barðist fyrir viðeigandi læknisaðstoð fram á dánardag. Nú hefur Heiðar sent inn kæru til Landlæknis þar sem hann fer fram á að rannsakað verði hvaða læknir greindi Gunnhildi með króníska höfuðverki - og af hverju allir læknar hafi farið eftir þeirri greiningu í stað þess að hlusta á sjálfan sjúklinginn, sem eins og áður segir, hafði alltaf grun um að hún væri með æxli.Sáu allir að hún var fárveik Heiðar segir hroka lækna gagnvart konum sérstaklega hafa valdið því að það var ekki hlustað á Gunnhildi, og hún stimpluð sem lyfjafíkill eða jafnvel móðursjúk, þótt það hafi aldrei verið sagt beint út. Hann skilur ekki af hverju hún var ekki lögð inn á spítala eða send í rannsóknir. „Þá hefði verið kannski hægt að lengja líf hennar um nokkur ár í stað þess að láta líf hennar fjara út fyrir augum allra. Allir þessir læknar sáu að hún var fárveik, það sáu það allir í plássinu. Þetta var hraust manneskja, lífsglöð, mannblendin og hún var hætt að geta farið út. Hún hætti að geta lifað eðlilegu lífi fyrir löngu síðan.“
Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira