Lífið

Logi vill sjötíu milljónir: „Vildi ég gæti búið hér að eilífu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Pedro er að flytja.
Logi Pedro er að flytja.
„Ofan á útgáfu lagsins og vinnu dagsins þá var íbúðin mín að fara á sölu. endilega kaupið hana, hún er draumur. Vildi ég gæti búið hér að eilífu,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem hefur sett eign sína við Grettisgötu á sölu.

Kaupverðið er um sjötíu milljónir en um er að ræða tveggja íbúða eign í steinsteyptu fjórbýlishúsi í hjarta borgarinnar í Reykjavík. Eigin er í heild 140 fermetrar.

Stærri íbúðin er 106 fermetrar og hefur Logi sjálfur búið þar að undanförnu. Minni íbúðin er 34 fermetrar með sérinngangi.

Húsið var byggt árið 1930 en fasteignamat eignarinnar er rúmlega 60 milljónir.

Hér að neðan má sjá fallegar myndir frá íbúðum tónlistarmannsins sem gaf í gær út sit fyrsta lag með rapparanum Birni. Lagið ber nafnið Dúfan mín og má hlusta á það neðst í fréttinni.

Virðulegt hús í miðborginni.
Skemmtileg setustofa og mjög kósý.
Svefnherbergi Loga og skósafnið hans fræga.
Bjart og opið eldhús.
Baðherbergið flísalagt í hólf og gólf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×