Bílasala í janúar jókst um 29,2% Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2018 10:25 Volvo XC90, en Volvo bílar frá Brimborg seldust í óvenju miklu magni í janúar. Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent
Áfram gengur bílasala vel hér á landi og nýja árið byrjar með krafti og 29,2% aukningi á milli ára í janúar. Salan náði 1.810 bílum en var 1.402 bílar í fyrra. Söluhæsta umboðið sem fyrr var BL með 437 selda bíla og 8,4% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom Toyota með 374 selda bíla og 42,7% vöxt og þriðja söluhæsta umboðið var Brimborg með 366 selda bíla og 73,5% vöxt. Í því fjórða var Hekla með 299 bíla og 80,1% vöxt og svo Askja með 166 seldan bíl, en 27,5% samdrátt á milli ára. Markaðshlutdeild umboðanna eftir þennan fyrsta mánuð ársins er eftirfarandi: BL 24,1%, Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%. Ekkert annað umboð nær yfir 3,4% markaðshlutdeild, en Suzuki er með slíka hlutdeild eftir þennan fyrsta mánuð. Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum. Næst þar á eftir kom Land Rover með 39 selda bíla, Audi með 37, BMW 26, Mercedes Benz 23, Lexus 9, Porsche 7, Jaguar 4 og Tesla 1.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent