Húsið við Veghúsastíg 1 fær að fjúka Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Eigendur hússins hafa beðið í tvö ár eftir niðurstöðu í máli sínu. Þeir héldu því fram að húsið væri slysagildra og að það væri óíbúðarhæft. Nú hefur úrskurðarnefndin tekið ákvörððun þeim í vil. Vísir/Anton Brink Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar.
Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00