Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 18. september 2014 10:45 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs, segist ekki sjá aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag. Vísir/stefán „Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins. Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
„Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins.
Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00