Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 13. september 2014 09:00 Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda, vill láta rífa húsið sem hann segir skapa slysahættu. Vísir/Stefán „Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi. Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
„Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi.
Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45