Aldursgreining á tönnum nákvæmasta aðferðin: 35 greiningar hér á landi undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 20:15 Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00