Miklir vatnavextir í Grímsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 21:44 Veðurfræðingur segir að draga muni hratt úr þessu ástandi í nótt. Jóhannes Geir Sigurjónsson Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður. Samgöngur Veður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður.
Samgöngur Veður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels