Fjölgun meiri í sveitarfélögum sem eru í nágrenni Reykjavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fasteignaverð er hátt á mörgum svæðum í Reykjavík. Íbúar virðast því fremur kjósa sér aðra búsetu en í borginni. Fréttablaðið/Valli Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira