Gott „sánd“ í Nissan Micra Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 13:15 Í höfuðpúðanum eru Bose hátalarar og hljómburðurinn frábær um allan bílinn. Hljómburðurinn sem BOSE Personal hljómtækin í Nissan Micra búa yfir þykir svo einstakur að í sameiginlegri lesendakönnun sem þýsku tímaritin Auto Bild og Computer Bild létu gera voru hljómtækin í Micra kosin þau bestu sem boðin eru í þessum stærðarflokki bíla. Í Þýskalandi velja 37% kaupenda Micra BOSE Personal með nýja bílnum. Þetta eru fyrstu meiriháttar verðlaunin fyrir BOSE í Micra en lesendur tímaritanna veittu því hæstu einkunn fyrir framúrskarandi hljómgæði og tengimöguleika. Kerfið er m.a. búið sex hátölurum, þar af tveimur Ultra-Nearfield™ hátölurum í höfuðpúða ökumanns. Það er einnig tengt afþreyingarkerfinu Nissan Connect sem hægt er að samþætta snjallsímum. Helen Perry, framkvæmdastjóri smábílaframleiðslu Nissan í Evrópu, segir að í fáum löndum eigi sér stað jafn gróskumikið frumkvöðlastarf í bílaiðnaði og í Þýskalandi þar sem atvinnugreinin sé auk þess einna þróuðust í heiminum. Hún segir að því séu þessi verðlaun sem Nissan hljóti fyrir BOSE í Micra einstaklega mikils virði og mikilvæg viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem hönnuðir BOSE og Nissan lögðu í þróun hljómflutningskerfisins fyrir nýjan Micra. BOSE Personal sem hannað var sérstaklega fyrir innréttingu Nissan Micra markar á vissan hátt nýjan staðal sem leiðandi kerfi í þessum bílaflokki. Styrkur, breitt tíðnisvið og staðsetning hátalaranna í innréttingunni gera það að verkum að hljómurinn drefist jafn um farþegarýmið og hefur kerfið enga þörf fyrir sérstakan bassahátalara. Hjá BL er BOSE Personal staðalbúnaður í Nissan Micra Tekna en auk þess er hægt að panta kerfið sérstaklega með Nissan Qashqai og X-Trail. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent
Hljómburðurinn sem BOSE Personal hljómtækin í Nissan Micra búa yfir þykir svo einstakur að í sameiginlegri lesendakönnun sem þýsku tímaritin Auto Bild og Computer Bild létu gera voru hljómtækin í Micra kosin þau bestu sem boðin eru í þessum stærðarflokki bíla. Í Þýskalandi velja 37% kaupenda Micra BOSE Personal með nýja bílnum. Þetta eru fyrstu meiriháttar verðlaunin fyrir BOSE í Micra en lesendur tímaritanna veittu því hæstu einkunn fyrir framúrskarandi hljómgæði og tengimöguleika. Kerfið er m.a. búið sex hátölurum, þar af tveimur Ultra-Nearfield™ hátölurum í höfuðpúða ökumanns. Það er einnig tengt afþreyingarkerfinu Nissan Connect sem hægt er að samþætta snjallsímum. Helen Perry, framkvæmdastjóri smábílaframleiðslu Nissan í Evrópu, segir að í fáum löndum eigi sér stað jafn gróskumikið frumkvöðlastarf í bílaiðnaði og í Þýskalandi þar sem atvinnugreinin sé auk þess einna þróuðust í heiminum. Hún segir að því séu þessi verðlaun sem Nissan hljóti fyrir BOSE í Micra einstaklega mikils virði og mikilvæg viðurkenning fyrir þá miklu vinnu sem hönnuðir BOSE og Nissan lögðu í þróun hljómflutningskerfisins fyrir nýjan Micra. BOSE Personal sem hannað var sérstaklega fyrir innréttingu Nissan Micra markar á vissan hátt nýjan staðal sem leiðandi kerfi í þessum bílaflokki. Styrkur, breitt tíðnisvið og staðsetning hátalaranna í innréttingunni gera það að verkum að hljómurinn drefist jafn um farþegarýmið og hefur kerfið enga þörf fyrir sérstakan bassahátalara. Hjá BL er BOSE Personal staðalbúnaður í Nissan Micra Tekna en auk þess er hægt að panta kerfið sérstaklega með Nissan Qashqai og X-Trail.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent