Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið. Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30