Erlent

Tíðir eftirskjálftar á Taívan

Atli Ísleifsson skrifar
Óttast er að tala látinna geti hækkað verulega.
Óttast er að tala látinna geti hækkað verulega. Vísir/AFP
Tíðir eftirskjálftar hafa verið í alla nótt á Taívan eftir að gríðarlega öflugur skjálfti upp á 6,4 stig reið þar yfir síðdegis í gær að íslenskum tíma. BBC greinir frá málinu.

Fjöldi bygginga í borginni Hualien eru mikið skemmdar og hingað til er vitað um fjóra sem létu lífið en um tvö hundruð slösuðust í hamförunum.

Óttast er að tala látinna geti hækkað verulega, en í einni byggingu sem hrundi voru 140 manns sem enn hefur ekki náðst samband við.

Hualien er vinsæll ferðamannastaður en þar búa að jafnaði um hundrað þúsund manns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×