Óánægðir Sjálfstæðismenn í Eyjum ræða sérframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 08:45 Klofningur er meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum. Margir telja tíma kominn á prófkjör en harðasti kjarninn felldi tillöguna með naumindum í janúar. Vísir Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Líklegt er talið að Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem eru ósáttir við að ekki var haldið prófkjör hjá flokknum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í vor bjóði fram sérlista. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en eins og Vísir fjallaði um í síðasta mánuði mátti litlu muna að prófkjör yrði haldið í fyrsta skipti í 28 ár hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur farin sú leið að aðal-og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum kjósa á milli frmabjóðenda í svokallaðri „röðun.“ Lýstu þó nokkrir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum yfir óánægju sinni með það enda eindregin skoðun þeirra að löngu sé kominn tími á prófkjör í bænum. Á meðal þeirra sem eru ósáttir við þá leið sem verður farin er Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, en hann sagði strax í liðnum mánuði, þegar það lá fyrir að ekkert yrði af prófkjöri, að hann ætti von á því að einvherjir Sjálfstæðismenn í Eyjum myndu bjóða fram sérlista.Þótti sögulegt að tillaga bæjarstjóra næði ekki fram að ganga Forsaga málsins er sú að á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af því í flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða Vignissonar, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum.Svarar því ekki hvort það komi til greina að taka oddvitasætið Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð svo til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís gerði athugasemd við fundarboðið en fundurinn fór engu að síður fram þann 10. janúar síðastliðinn. Var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Auk Elísar hafa yfirlýstir stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum verið meðal annars þau Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV. Í samtali við Vísi í janúar velt Íris því fyrir sér hvers vegna hefði greitt atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann sagðist vilja að það færi fram prófkjör. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag hefur verið rætt við Íris um að taka oddvitasætið á nýjum sérlista Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hún svarar því hins vegar hvorki af eða á hvort hún það komi til greina.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30