Frískleg Kona mætt á göturnar Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2018 09:41 Töff jepplingur mættur á svæðið. Reynsluakstur – Hyundai Kona Áfram streyma þeir í röðum litlu nýju jepplingarnir frá hverjum bílaframleiðendanum á fætur öðrum og enginn má missa af þeirri lest, enda eftirspurnin eftir þeim mikil nú um stundir og spáð að hún muni enn vaxa. Hyundai hafði fyrir tilkomu þessa netta jepplings með kvenlega nafnið ekki teflt fram bíl í Compact Crossover-flokki en Kona fellur í þann flokk bíla, sem einnig hefur verið nefndur B-SUV flokkur. Það sætir reyndar furðu hvað svo framsækinn bílaframleiðandi sem Hyndai er skuli svo seint mæta til leiks með slíkan bíl, en fyrir eru talsvert stærri Tucson og Santa Fe, sem báðir eru mjög vel heppnaðir bílar en falla í flokka stærri jepplinga/jeppa. Hyundai hefur frá 2001 selt 1,4 milljónir Santa Fe í Evrópu og frá tilkomu Tucson árið 2015 hafa selst 250.000 slíkir í álfunni og selst hann nú hraðar en Santa Fe. Þegar bílaframleiðandi mætir einmitt seint til leiks í einhverjum flokki vill hann gera það með trukki og þar valdi Hyundai að vera djarfir í hönnun Kona jepplingsins. Þar sýnist sitt hverjum, eins og ávallt er kemur að útliti, en Hyundai hefur bæði verið hrósað og skammað fyrir ytra útlit bílsins. Eitt sem þó örugglega er hægt að hrósa Hyundai fyrir hvað útlit bílsins varðar er tvíliturinn sem í boði er. Hægt er að velja á milli 10 aðallita og 3 þaklita og því eru margar skemmtilegar útfærslur í boði.Flott innra útlit og vel búinnAð innan eru skoðanir minna skiptar, þar er hann hinn allra laglegasti og djarflega frísklegur. Fyrst er kannski að nefna 5,7 eða 8 tommu aðgerðaskjá, allt eftir misdýrum útfærslum innréttingarinnar, sem allir prýða þó mælaborðið. Öðruvísi litir saumar og líningar á sætum og víðar í innréttingunni setja sportlegan stíl á bílinn og er með dýrara útlit en verðmiðinn segir til um. Efnisval í mælaborði og innréttingu er með besta móti og gefur þónokkra lúxustilfinningu. Ferlega frísklegt var að sjá að sætisbeltin eru í sama lit og ytri litur bílsins, óvenjulegt og töff en gæti þó komið illa út í gulu. Framsætin eru mjög góð og prýðilega fer um aftursætisfarþega en stærri einstaklingar gætu þó glímt við fótaplássið. Skottrýmið er álíka stórt og í samkeppnisbílum Kona, eða 361 lítri. Óvanalegt var að sjá að í betur útbúnu gerðum Kona var “head-up-display” sem varpar helstu upplýsingum uppá framrúðuna, eitthvað sem maður er ekki vanur að sjá í þessum flokki bíla. Útsýni úr bílnum er gott og maður situr hátt, sem er nú einmitt meginástæðan fyrir því hve margir kaupa nú jepplinga og innstigið í réttri hæð. Bíllinn er mjög hljóðlátur, kostur sem oft er vanmetinn meðal ökumanna.Þrælöflug 177 hestafla vélVélarkostirnir í Kona eru ekki margir, 1,0 lítra og þriggja strokka 120 hestafla bensínvél og 1,6 lítra og fjögurra strokka og 177 hestafla afar frísk bensínvél. Dísilútgáfa bílsins, með 1,6 l. og 115 hestafla vél, kemur síðan í sumar og örfáum mánuðum seinna mun Hyundai koma með rafmagnsútfærslu bílsins. Með minni vélinni er bíllinn með 6 gíra beinskiptingu en sú stærri er tengd við 7 gíra “dual-clutch” sjálfskiptingu og þá er bíllinn líka fjórhjóladrifinn. Eyðslan með 1,0 lítra vélinni er 5,2 l. en 6,7 l. með þeirri stærri og mengunin 117 og 153 CO2. Með 177 hestafla vélinni er Kona ári frískur bíll og hendist í hundraðið á svo litlu sem 7,9 sekúndum, sem stendur sumum minni sportbílum lítt að baki. Með þeirri minni er hann öllu latari og tíminn 12,0 sekúndur, en samt er akstur hans furðu góður. Í raun er akstur Kona skemmtilega sportlegur, fjöðrunin frekar stutt og snögg, en fyrir vikið er hann stundum nokkuð harður ef undirlagið er hrjúft. Örlítið vantar á tilfinninguna fyrir stýringu bílsins. Kona kemur á 16, 17 eða 18 tommu álfelgum og satt best að segja er líklega best að velja minnstu gerðina akstureiginleikanna vegna, en þar sem fjöðrunin er fremur stíf mýkist hún með meiri barða og minna áli. Það kemur þó niður á útlitinu. Vel finnst fyrir því að með stærri vélinni er bíllinn með betru útfærðri fjöðrun, sérstaklega að aftan og fyrir vikið betri akstursbíll. Fyrir það þarf þó að borga meira.Kostir: Vel búinn, lagleg innrétting, öflug stærri vélinÓkostir: Hörð fjöðrun, umdeilt útlit 1,0 lítra bensínvél, 120 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 181 km/klst Verð frá: 3.590.000 kr. Umboð: BL KauptúniLaglegur frá öllum hliðum.Flestir minni jepplingar sem streyma frá bílaframleiðendum nú eru djarflega teiknaðir.Kona reyndist mjög frísklegur í akstri, sérlega með öflugri vélinni.Með 5,7 eða 8 tommu aðgerðaskjá, allt eftir misdýrum útfærslum innréttingarinnar.Öðruvísi litir saumar og líningar á sætum og víðar í innréttingunni setja sportlegan stíl á bílinn.Verulega töff að innan.Hið fínasta flutningsrými.Ekki vantar aflið í stærri vélina og með henni er Kona aðeins 7,9 sekúndur í hundraðið. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent
Reynsluakstur – Hyundai Kona Áfram streyma þeir í röðum litlu nýju jepplingarnir frá hverjum bílaframleiðendanum á fætur öðrum og enginn má missa af þeirri lest, enda eftirspurnin eftir þeim mikil nú um stundir og spáð að hún muni enn vaxa. Hyundai hafði fyrir tilkomu þessa netta jepplings með kvenlega nafnið ekki teflt fram bíl í Compact Crossover-flokki en Kona fellur í þann flokk bíla, sem einnig hefur verið nefndur B-SUV flokkur. Það sætir reyndar furðu hvað svo framsækinn bílaframleiðandi sem Hyndai er skuli svo seint mæta til leiks með slíkan bíl, en fyrir eru talsvert stærri Tucson og Santa Fe, sem báðir eru mjög vel heppnaðir bílar en falla í flokka stærri jepplinga/jeppa. Hyundai hefur frá 2001 selt 1,4 milljónir Santa Fe í Evrópu og frá tilkomu Tucson árið 2015 hafa selst 250.000 slíkir í álfunni og selst hann nú hraðar en Santa Fe. Þegar bílaframleiðandi mætir einmitt seint til leiks í einhverjum flokki vill hann gera það með trukki og þar valdi Hyundai að vera djarfir í hönnun Kona jepplingsins. Þar sýnist sitt hverjum, eins og ávallt er kemur að útliti, en Hyundai hefur bæði verið hrósað og skammað fyrir ytra útlit bílsins. Eitt sem þó örugglega er hægt að hrósa Hyundai fyrir hvað útlit bílsins varðar er tvíliturinn sem í boði er. Hægt er að velja á milli 10 aðallita og 3 þaklita og því eru margar skemmtilegar útfærslur í boði.Flott innra útlit og vel búinnAð innan eru skoðanir minna skiptar, þar er hann hinn allra laglegasti og djarflega frísklegur. Fyrst er kannski að nefna 5,7 eða 8 tommu aðgerðaskjá, allt eftir misdýrum útfærslum innréttingarinnar, sem allir prýða þó mælaborðið. Öðruvísi litir saumar og líningar á sætum og víðar í innréttingunni setja sportlegan stíl á bílinn og er með dýrara útlit en verðmiðinn segir til um. Efnisval í mælaborði og innréttingu er með besta móti og gefur þónokkra lúxustilfinningu. Ferlega frísklegt var að sjá að sætisbeltin eru í sama lit og ytri litur bílsins, óvenjulegt og töff en gæti þó komið illa út í gulu. Framsætin eru mjög góð og prýðilega fer um aftursætisfarþega en stærri einstaklingar gætu þó glímt við fótaplássið. Skottrýmið er álíka stórt og í samkeppnisbílum Kona, eða 361 lítri. Óvanalegt var að sjá að í betur útbúnu gerðum Kona var “head-up-display” sem varpar helstu upplýsingum uppá framrúðuna, eitthvað sem maður er ekki vanur að sjá í þessum flokki bíla. Útsýni úr bílnum er gott og maður situr hátt, sem er nú einmitt meginástæðan fyrir því hve margir kaupa nú jepplinga og innstigið í réttri hæð. Bíllinn er mjög hljóðlátur, kostur sem oft er vanmetinn meðal ökumanna.Þrælöflug 177 hestafla vélVélarkostirnir í Kona eru ekki margir, 1,0 lítra og þriggja strokka 120 hestafla bensínvél og 1,6 lítra og fjögurra strokka og 177 hestafla afar frísk bensínvél. Dísilútgáfa bílsins, með 1,6 l. og 115 hestafla vél, kemur síðan í sumar og örfáum mánuðum seinna mun Hyundai koma með rafmagnsútfærslu bílsins. Með minni vélinni er bíllinn með 6 gíra beinskiptingu en sú stærri er tengd við 7 gíra “dual-clutch” sjálfskiptingu og þá er bíllinn líka fjórhjóladrifinn. Eyðslan með 1,0 lítra vélinni er 5,2 l. en 6,7 l. með þeirri stærri og mengunin 117 og 153 CO2. Með 177 hestafla vélinni er Kona ári frískur bíll og hendist í hundraðið á svo litlu sem 7,9 sekúndum, sem stendur sumum minni sportbílum lítt að baki. Með þeirri minni er hann öllu latari og tíminn 12,0 sekúndur, en samt er akstur hans furðu góður. Í raun er akstur Kona skemmtilega sportlegur, fjöðrunin frekar stutt og snögg, en fyrir vikið er hann stundum nokkuð harður ef undirlagið er hrjúft. Örlítið vantar á tilfinninguna fyrir stýringu bílsins. Kona kemur á 16, 17 eða 18 tommu álfelgum og satt best að segja er líklega best að velja minnstu gerðina akstureiginleikanna vegna, en þar sem fjöðrunin er fremur stíf mýkist hún með meiri barða og minna áli. Það kemur þó niður á útlitinu. Vel finnst fyrir því að með stærri vélinni er bíllinn með betru útfærðri fjöðrun, sérstaklega að aftan og fyrir vikið betri akstursbíll. Fyrir það þarf þó að borga meira.Kostir: Vel búinn, lagleg innrétting, öflug stærri vélinÓkostir: Hörð fjöðrun, umdeilt útlit 1,0 lítra bensínvél, 120 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 117 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 181 km/klst Verð frá: 3.590.000 kr. Umboð: BL KauptúniLaglegur frá öllum hliðum.Flestir minni jepplingar sem streyma frá bílaframleiðendum nú eru djarflega teiknaðir.Kona reyndist mjög frísklegur í akstri, sérlega með öflugri vélinni.Með 5,7 eða 8 tommu aðgerðaskjá, allt eftir misdýrum útfærslum innréttingarinnar.Öðruvísi litir saumar og líningar á sætum og víðar í innréttingunni setja sportlegan stíl á bílinn.Verulega töff að innan.Hið fínasta flutningsrými.Ekki vantar aflið í stærri vélina og með henni er Kona aðeins 7,9 sekúndur í hundraðið.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent