35 Kínverjar fylgdust áhyggjufullir með rásandi jeppa á Suðurlandsvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2018 14:58 Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira