Snorri Steinn: Fannst ég ekki umturna leiknum Einar Sigurvinsson skrifar 8. febrúar 2018 22:24 Snorri Steinn í leik á dögunum. vísir/anton „Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
„Vonbrigði með að tapa og gríðarleg vonbrigði með frammistöðuna. Við áttum ekkert skilið út úr þessum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson spilandi þjálfari Vals eftir að hans lið féll út úr bikarnum gegn Haukum í kvöld. „Það er eins og gengur og gerist, hitt og þetta sem veldur því, en það svíður ennþá meira að hafa ekki veitt Haukum smá keppni“. Valsmönnum gekk illa að finna leiðir í gegnum vörn Hauka og höfðu til að mynda aðeins skorað tvö mörk þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. „Leikurinn byrjaði eins og við var að búast. Bæði lið voru þétt fyrir og það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik, Haukar kannski aðeins meira að fá einhver mörk. Það var ekkert að valda mér allt of miklum áhyggjum, það er aðallega leikurinn á heildina litið sem truflar mig.“ Sóknarleikur Vals batnaði töluvert eftir að Snorri Steinn kom sjálfur inn á. Hefði hann átt að koma inn á fyrr? „Mér fannst ég ekkert umturna leiknum, ég veit það ekki, ég þarf bara að skoða það aftur. En það er eflaust ágætis punktur og ég velti því alveg fyrir mér. En Maggi var frábær í síðasta leik og mér fannst bara eðlilegt að setja hann þarna fyrst þegar það gekk illa." Val hefur gengið ágætlega í Olís-deildinni í vetur og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Snorri vill þó meina að það sé mikill getumunur á hans liði og öðrum liðum deildarinnar. „Ef ég á að vera á að vera hreinskilinn þá eru lið þarna sem eru bara skrefinu á undan okkur hvað varðar gæði. Mér finnst vanta upp á fullt af hlutum hjá okkur. Ég ætla bara að horfa sem minnst á töfluna og frekar horfa í frammistöðuna. Hún þarf að vera betri til þess að við nálgumst þessi lið sem eru fyrir ofan okkur.“ Snorri Steinn telur að Haukar séu einfaldlega skrefinu á undan Valsliðinu í dag. „Hvernig fór leikurinn? Úrslitin ljúga aldrei, það er bara þannig. Þú ert bara dæmdur af síðasta leik. Ef þú tapar með sjö mörkum þá eru Haukarnir bara betri en við, það segir sig sjálft,“ sagði svekktur Snorri Steinn Guðjónsson við Vísi í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira