Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 06:32 Það er betra að halda fast í höfuðfötin sín næstu daga. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi á Norðvesturlandi í dag og að það muni ganga í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. Frostið verður á bilinu 0 til 8 stig og vindhraðinn að jafnaði 8 til 15 m/s á landinu. Gular viðvaranir taka gildi fyrir allt landið á morgun, að frátöldu Suðausturlandi þar sem viðvörunin verður appelsínugul að lit enda von á ofsaveðri. Gera má ráð fyrir því að samgöngur fari úr skorðum á morgun og ætti fólk á flakki því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum næsta sólarhringinn. „Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og slæmu ferðaveðri í flestum landshlutum,“ eins og það er orðað. Fólk á Norðurlandi má þannig gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi í fyrramálið sem svo heilsar upp á restina af landinu eftir því sem líður á daginn. Vindhraðinn verður um 20 til 25 m/s „um mest allt land undir kvöld“ eins og Veðurstofan orðar það og víða snjókoma og skafrenningur. Þó má gera ráð fyrir slyddu á suðaustur- og suðurströndinni og að það hlýni í veðri.Veðurvefur VísisVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Gengur í norðaustan hvassviðri, fyrst A-til, en síðan fyrir norðan. Vaxandi norðvestanátt S- og V-lands, víða stormur seinnipartinn, en jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum, en slydda með A-ströndinni. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag:Norðaustan stórhríð á Vestfjörðum í fyrstu, vestan hvassviðri eða stormur og snjókoma SV-lands, en hægari fyrir austan og úrkomuminna. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-til.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum, en bjart NA-til. Kólnar í veðri.Á þriðjudag:Breytileg átt og snjókoma fyrir norðan og austan, en úrkomulítið SV-lands. Dregur úr frosti.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa austlæga átt með slyddu eða rigningu A-lands, en að mestu þurrt V-til. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira