Sekur um fjögurra milljóna fjárdrátt frá Þroskahjálp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 20:36 Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 61 árs gamlan karlmann fyrir að hafa dregið að sér fjórar milljónir króna af reikningum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þegar hann var stjórnarmaður og prókúruhafi reikninga félagsins. Sex ár liðu frá því að málið var kært þar til ákæra var gefin út. Maðurinn dró að sér féð í alls 58 færslum, þar af í 48 færslum árið 2010 og 10 færslum árið 2011 til útborgunar í eigin þágu og fyrkritækis síns. Maðurinn millifærði féð í gegnum heimabanka, lét millifæra í banka eða ´tok út í reiðufé og lagði eða lét leggja millifærslurnar inn á eigin reikning eða inn á reikning þáverandi einkahlutafélags síns. Lægsta upphæðin sem maðurinn millifærði var 10 þúsund krónur og þær hæstu 200 þúsund krónur.Skilaði öllu Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og hefur maðurinn ekki áður verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi. Þá endurgreiddi maðurinn alla þá fjármuni sem hann hafði dregið að sér. Kvaðst hann iðrast mjög gjörða sinna. „Samkvæmt ofanrituðu liðu rúm 6 ár frá því kæra var lögð fram uns ákæra var gefin út, án þess að séð verði af gögnum málsins að frekari rannsóknargagna hafi verið aflað á þeim tíma. Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á þessum óhóflega drætti. Að þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og binda hana skilyrðum svo sem nánar greinir í dómsorði,“ segir í dóminum.Samkvæmt dómi héraðsdóms verður ákvörðun refsingar hans frestar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Hann þarf þó að greiða verjanda sínum 527 þúsund krónur í málskostnað auk 24.200 króna í ferðakostnað. Dómsmál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 61 árs gamlan karlmann fyrir að hafa dregið að sér fjórar milljónir króna af reikningum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þegar hann var stjórnarmaður og prókúruhafi reikninga félagsins. Sex ár liðu frá því að málið var kært þar til ákæra var gefin út. Maðurinn dró að sér féð í alls 58 færslum, þar af í 48 færslum árið 2010 og 10 færslum árið 2011 til útborgunar í eigin þágu og fyrkritækis síns. Maðurinn millifærði féð í gegnum heimabanka, lét millifæra í banka eða ´tok út í reiðufé og lagði eða lét leggja millifærslurnar inn á eigin reikning eða inn á reikning þáverandi einkahlutafélags síns. Lægsta upphæðin sem maðurinn millifærði var 10 þúsund krónur og þær hæstu 200 þúsund krónur.Skilaði öllu Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og hefur maðurinn ekki áður verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi. Þá endurgreiddi maðurinn alla þá fjármuni sem hann hafði dregið að sér. Kvaðst hann iðrast mjög gjörða sinna. „Samkvæmt ofanrituðu liðu rúm 6 ár frá því kæra var lögð fram uns ákæra var gefin út, án þess að séð verði af gögnum málsins að frekari rannsóknargagna hafi verið aflað á þeim tíma. Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á þessum óhóflega drætti. Að þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og binda hana skilyrðum svo sem nánar greinir í dómsorði,“ segir í dóminum.Samkvæmt dómi héraðsdóms verður ákvörðun refsingar hans frestar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Hann þarf þó að greiða verjanda sínum 527 þúsund krónur í málskostnað auk 24.200 króna í ferðakostnað.
Dómsmál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira