Vilja að kyrrsetning á fasteignum, bílum og eignarhlutum Magnúsar verði staðfest Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 13:13 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið gert að vera viðstaddur þingfestingu á stefnu gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness 4. apríl næstkomandi. Stefnan er birt í Lögbirtingarblaðinu af hálfu dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, Gunnari Aðalsteinssyni, þar sem ekki hefur tekist að birt Magnúsi stefnuna. Málið varðar ásakanir Sameinaðs sílikons ehf. á hendur Magnúsi sem varða útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í stefnu Sameinaðs sílikons ehf. er farið fram á staðfestingu á kyrrsetningaraðgerðum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fer Sameinað sílikon fram á að Magnús verði dæmdur til að greiða félaginu 4,2 milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í bætur vegna málsins. Ef Magnús verður ekki viðstaddur þingfestinguna, eða tekur afstöðu til stefnunnar að einhverju leyti, má hann búast við því að útivistardómur gangi í málinu og kröfur Sameinaðs sílikon ehf. verði teknar til greina.United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta nú í janúar en um mitt síðasta ár var farið fram á greiðslustöðvun hjá fyrirtækinu vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Magnús var látinn fara sem forstjóri í fyrra en þegar nýir aðilar komu að rekstrinum og reyndi að átta sig á umfangi hans til að geta hafið endurskipulagningu vaknaði upp rökstuddur grunur um meint fjármálamisferli forstjórans fyrrverandi. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið gert að vera viðstaddur þingfestingu á stefnu gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness 4. apríl næstkomandi. Stefnan er birt í Lögbirtingarblaðinu af hálfu dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, Gunnari Aðalsteinssyni, þar sem ekki hefur tekist að birt Magnúsi stefnuna. Málið varðar ásakanir Sameinaðs sílikons ehf. á hendur Magnúsi sem varða útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Í stefnu Sameinaðs sílikons ehf. er farið fram á staðfestingu á kyrrsetningaraðgerðum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fasteignum Magnúsar í Kópavogi og í Danmörku, ásamt tveimur bifreiðum Magnúsar, Teslu og Mercedes Benz, sem og eignarhlutum hans í tveimur félögum, Brimstone ehf. og Tomahawk Development á Íslandi hf. Þá fer Sameinað sílikon fram á að Magnús verði dæmdur til að greiða félaginu 4,2 milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, í bætur vegna málsins. Ef Magnús verður ekki viðstaddur þingfestinguna, eða tekur afstöðu til stefnunnar að einhverju leyti, má hann búast við því að útivistardómur gangi í málinu og kröfur Sameinaðs sílikon ehf. verði teknar til greina.United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta nú í janúar en um mitt síðasta ár var farið fram á greiðslustöðvun hjá fyrirtækinu vegna mikilla fjárhagsörðugleika. Magnús var látinn fara sem forstjóri í fyrra en þegar nýir aðilar komu að rekstrinum og reyndi að átta sig á umfangi hans til að geta hafið endurskipulagningu vaknaði upp rökstuddur grunur um meint fjármálamisferli forstjórans fyrrverandi. Er hann sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48 Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28 Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00 Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Niðurfærslurnar nema um 3,7 milljörðum króna. Afkoman hefði numið 2,6 milljörðum hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. 14. nóvember 2017 21:48
Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu 56 störf hjá verksmiðjunni í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 14:28
Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Saksóknari telur að mögulega gæti skapast veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og brjálæðingar vegna máls Magnúsar Garðarssonar. 15. desember 2017 09:00
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00