Í grænum kápum í Stokkhólmi Ritstjórn skrifar 30. janúar 2018 21:00 Glamour/Getty Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans eru stödd í Stokkhólmi þessa dagana þar sem þau eru í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Þar hittu þau Viktoríu krónprinsessu og Daníel eiginmann hennar. Þær Viktoría og Katrín voru báðar í grænum kápum þegar þær voru á leiðinni í hádegisverð í konungshöllinni og með loðkraga enda mjög kalt í sænsku höfuðborginni þessa dagana. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fjögur hittast síðan í brúðkaupi Katrínar og Vilhjálms árið 2012. Kápan hennar Katrínar er frá hönnuðinum Catherine Walker og var hún með Mulberry tösku í stíl. Eins og flestir vita eiga þau von á sínu þriðja barni en ekki er vitað nákvæmlega hvenær er von á því, má gera ráð fyrir að það sé seinna í vor. Margt er að dagskránni hjá bresku hjónunum en þau sýndu líka góð tilþrif með bandy liði Hammaby fyrr í dag eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Tíska og hönnun Mest lesið Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Leðurjakkar, rúllukragar og netasokkar á fyrsta degi Airwaves Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Beyonce er með leynilegan Snapchat aðgang Glamour
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans eru stödd í Stokkhólmi þessa dagana þar sem þau eru í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Þar hittu þau Viktoríu krónprinsessu og Daníel eiginmann hennar. Þær Viktoría og Katrín voru báðar í grænum kápum þegar þær voru á leiðinni í hádegisverð í konungshöllinni og með loðkraga enda mjög kalt í sænsku höfuðborginni þessa dagana. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fjögur hittast síðan í brúðkaupi Katrínar og Vilhjálms árið 2012. Kápan hennar Katrínar er frá hönnuðinum Catherine Walker og var hún með Mulberry tösku í stíl. Eins og flestir vita eiga þau von á sínu þriðja barni en ekki er vitað nákvæmlega hvenær er von á því, má gera ráð fyrir að það sé seinna í vor. Margt er að dagskránni hjá bresku hjónunum en þau sýndu líka góð tilþrif með bandy liði Hammaby fyrr í dag eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
Tíska og hönnun Mest lesið Taylor Swift komin með nýjan kærasta Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Leðurjakkar, rúllukragar og netasokkar á fyrsta degi Airwaves Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Kate Moss prýðir forsíðu Vogue í 38. skiptið Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Madonna segir gagnrýnendur vera með aldursfordóma Glamour Beyonce er með leynilegan Snapchat aðgang Glamour