Yfir 3.000 Toyota Mirai vetnisbílar seldir í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 11:36 Toyota Mirai á vetnishleðslustöð. Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent
Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent