Ed Sheeran trúlofaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2018 14:52 Ed Sheeran ætti að geta sungið nokkur hugljúf ástarlög til unnustu sinnar, Cherry Seaborn. Vísir/Getty Breski söngvarinn Ed Sheeran trúlofaðist kærustu sinni, Cherry Seaborn, skömmu fyrir áramót. Sheeran tilkynnti um trúlofunina á Instagram-reikningi sínum í dag. „Nældi mér í unnustu rétt áður en nýja árið gekk í garð. Við erum mjög hamingjusöm og ástfangin, og kettirnir okkar eru einnig yfir sig ánægðir,“ skrifaði Sheeran og hengdi mynd af sér og nýbakaðri unnustunni við færsluna, sem sjá má neðst í fréttinni. Sheeran og Seaborn voru vinir og skólasystkini í nokkur ár áður en þau byrjuðu saman árið 2015. Þá fór Seaborn í heimsreisu með unnusta sínum þegar hann tók sér ársfrí frá tónlistinni árið 2016. Sheeran hefur verið tíðrætt um ástina í viðtölum upp á síðkastið og sagðist nýlega tilbúinn til þess að eignast börn. Hann hefur jafnframt gert það gott í tónlistinni undanfarin misseri og er tilnefndur í fjórum flokkum á Brit-verðlaunahátíðinni sem haldin verður í febrúar. Cherry Seaborn er atvinnukona í hokkí og spilaði með U21-árs-liði Englands á Evrópumeistaramótinu árið 2012 þar sem liðið hreppti bronsverðlaun. Got myself a fiancé just before new year. We are very happy and in love, and our cats are chuffed as well xx A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jan 20, 2018 at 5:49am PST Tengdar fréttir Ed Sheeran og Beyoncé í „nýjum“ dúett Ný útgáfa af laginu Perfect kom út fyrir helgi þar sem Beyoncé syngur með Sheeran. 2. desember 2017 21:00 Ed Sheeran setur sinn svip á lagið Layla eftir Eric Clapton Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er einn sá allra vinsælasti í heiminum í dag. Hann virðist vera nokkuð fær í því að taka lög annarra og setja sinn svip á þau. 2. janúar 2018 12:30 Ed Sheeran reyndi við Fairytale of New York Enskir miðlar keppast nú við að greina frá ábreiðu Ed Sheeran, Anne-Marie og Beoga á hinu síglda jólalagi Fairytale of New York. 13. desember 2017 06:49 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breski söngvarinn Ed Sheeran trúlofaðist kærustu sinni, Cherry Seaborn, skömmu fyrir áramót. Sheeran tilkynnti um trúlofunina á Instagram-reikningi sínum í dag. „Nældi mér í unnustu rétt áður en nýja árið gekk í garð. Við erum mjög hamingjusöm og ástfangin, og kettirnir okkar eru einnig yfir sig ánægðir,“ skrifaði Sheeran og hengdi mynd af sér og nýbakaðri unnustunni við færsluna, sem sjá má neðst í fréttinni. Sheeran og Seaborn voru vinir og skólasystkini í nokkur ár áður en þau byrjuðu saman árið 2015. Þá fór Seaborn í heimsreisu með unnusta sínum þegar hann tók sér ársfrí frá tónlistinni árið 2016. Sheeran hefur verið tíðrætt um ástina í viðtölum upp á síðkastið og sagðist nýlega tilbúinn til þess að eignast börn. Hann hefur jafnframt gert það gott í tónlistinni undanfarin misseri og er tilnefndur í fjórum flokkum á Brit-verðlaunahátíðinni sem haldin verður í febrúar. Cherry Seaborn er atvinnukona í hokkí og spilaði með U21-árs-liði Englands á Evrópumeistaramótinu árið 2012 þar sem liðið hreppti bronsverðlaun. Got myself a fiancé just before new year. We are very happy and in love, and our cats are chuffed as well xx A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Jan 20, 2018 at 5:49am PST
Tengdar fréttir Ed Sheeran og Beyoncé í „nýjum“ dúett Ný útgáfa af laginu Perfect kom út fyrir helgi þar sem Beyoncé syngur með Sheeran. 2. desember 2017 21:00 Ed Sheeran setur sinn svip á lagið Layla eftir Eric Clapton Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er einn sá allra vinsælasti í heiminum í dag. Hann virðist vera nokkuð fær í því að taka lög annarra og setja sinn svip á þau. 2. janúar 2018 12:30 Ed Sheeran reyndi við Fairytale of New York Enskir miðlar keppast nú við að greina frá ábreiðu Ed Sheeran, Anne-Marie og Beoga á hinu síglda jólalagi Fairytale of New York. 13. desember 2017 06:49 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ed Sheeran og Beyoncé í „nýjum“ dúett Ný útgáfa af laginu Perfect kom út fyrir helgi þar sem Beyoncé syngur með Sheeran. 2. desember 2017 21:00
Ed Sheeran setur sinn svip á lagið Layla eftir Eric Clapton Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er einn sá allra vinsælasti í heiminum í dag. Hann virðist vera nokkuð fær í því að taka lög annarra og setja sinn svip á þau. 2. janúar 2018 12:30
Ed Sheeran reyndi við Fairytale of New York Enskir miðlar keppast nú við að greina frá ábreiðu Ed Sheeran, Anne-Marie og Beoga á hinu síglda jólalagi Fairytale of New York. 13. desember 2017 06:49