Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira