„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 06:48 Landsmenn ættu að vera orðnir veðrinu vanir. Vísir/ernir Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16