Audi sparaði 11,4 milljarða með sparnaðarráðum starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 10:04 Í einni af samsetningarverksmiðjum Audi. Á síðasta ári reiknaðist þeim hjá þýska bílaframleiðandanum Audi að góð sparnaðarráð frá starfsmönnum hafi sparað fyrirtækinu alls 11,4 milljarða króna. Þar á bæ er 50 ára hefð fyrir því að starfsmenn komi fram með hugmyndir sem sparað geta við framleiðslu bíla Audi og þið virðist sannarlega vera að virka. Sumar þessara hugmynda er býsna einfaldar en geta samt sparað milljónir og þegar allt kemur til alls getur heildarsparnaðurinn numið svo mikilli upphæð hjá stóru fyrirtæki. Sumar hugmyndanna varða framleiðsluna sjálfa en aðrar varða skipulag og og innri ferla. Sem dæmi um ágæta hugmynd þá gekk loftræsting að sama krafti allan sólarhringinn en vegna tillagna frá tveimur árvökulum starfsmönnum var kerfið látið ganga á helmingi minni hraða þegar svo til enginn starfsmaður var á staðnum. Það eitt sparaði Audi 12,8 milljónir króna. Alls voru sparnaðarhugmyndir starfsmanna 10.100 talsins í fyrra. Audi verðlaunar þá starfsmenn sem leggja til hugmyndir sem leiða til sparnaðar og er umbun þeirra í takt við það hversu mikið sparast. Svona hugmyndakerfi er því eitthvað sem öllum gagnast og tengir starfsmenn auk þess sterkari böndum við fyrirtæki sitt. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Á síðasta ári reiknaðist þeim hjá þýska bílaframleiðandanum Audi að góð sparnaðarráð frá starfsmönnum hafi sparað fyrirtækinu alls 11,4 milljarða króna. Þar á bæ er 50 ára hefð fyrir því að starfsmenn komi fram með hugmyndir sem sparað geta við framleiðslu bíla Audi og þið virðist sannarlega vera að virka. Sumar þessara hugmynda er býsna einfaldar en geta samt sparað milljónir og þegar allt kemur til alls getur heildarsparnaðurinn numið svo mikilli upphæð hjá stóru fyrirtæki. Sumar hugmyndanna varða framleiðsluna sjálfa en aðrar varða skipulag og og innri ferla. Sem dæmi um ágæta hugmynd þá gekk loftræsting að sama krafti allan sólarhringinn en vegna tillagna frá tveimur árvökulum starfsmönnum var kerfið látið ganga á helmingi minni hraða þegar svo til enginn starfsmaður var á staðnum. Það eitt sparaði Audi 12,8 milljónir króna. Alls voru sparnaðarhugmyndir starfsmanna 10.100 talsins í fyrra. Audi verðlaunar þá starfsmenn sem leggja til hugmyndir sem leiða til sparnaðar og er umbun þeirra í takt við það hversu mikið sparast. Svona hugmyndakerfi er því eitthvað sem öllum gagnast og tengir starfsmenn auk þess sterkari böndum við fyrirtæki sitt.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent