Carlos Sainz vann Dakar rallið Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 12:37 Carlos Sainz í Peugeot bíl sínum. Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent
Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent