Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 19:28 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Ernir Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. Ekki er um að ræða breytingar á núgildandi lögum heldur frumvarp um ný heildarlög sem felur í sér víðtækar breytingar á mannanafnalögum. Nái frumvarpið fram að ganga verður mannanafnanefnd lögð niður, ákvæði um stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn verða felld brott auk ákvæða um að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá mun ákvæði um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama einnig falla úr lögum nái frumvarpið fram að ganga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans leggja það fram samflokksmenn hans þau Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson. Þá eru þeir Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, og Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, einnig flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarp um breytingar á gildandi mannanafnalögum var lagt fram á þingi 2014 til 2015 en var ekki samþykkt. Í greinargerð með frumvarpinu sem þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja nú fram segir að það frumvarp hafi verið efnislega svipað en hafi í vissum atriðum gengið skemur. „Með frumvarpi þessu er t.d. lagt til að ekki verði gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og skylda til að kynbinda kenninöfn barna til foreldra er felld brott,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega fjallað um réttindi transfólks Þá er í greinargerðinni sérstaklega fjallað um réttindi transfólks en um þau segir: „Lög um mannanöfn eru mjög takmarkandi fyrir transfólk, bæði varðandi kynbindingu nafna og rétt einstaklinga til að breyta nafni sínu. Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kvenmannsnöfn eða karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleika niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni. Í þessu endurspeglast mikilvægi þess að löggjöfin taki mið af kröfum samfélagsins. Hér, líkt og annars staðar, eru ríkari hagsmunir fólgnir í því að einstaklingur fái að heita nafni sínu en í því að viðhalda gildandi lögum um mannanöfn.“ Varðandi mannanafnanefnd segir svo meðal annars í greinargerðinni: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir. Foreldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp tilfelli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi viðkomandi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um mannanöfn og þar af leiðandi mannanafnanefnd séu sá aðili sem eigi að leiðbeina foreldrum í foreldrahlutverkinu.“Frumvarpið í heild sinni má sjá nálgast á vef Alþingis. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. Ekki er um að ræða breytingar á núgildandi lögum heldur frumvarp um ný heildarlög sem felur í sér víðtækar breytingar á mannanafnalögum. Nái frumvarpið fram að ganga verður mannanafnanefnd lögð niður, ákvæði um stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn verða felld brott auk ákvæða um að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá mun ákvæði um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama einnig falla úr lögum nái frumvarpið fram að ganga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans leggja það fram samflokksmenn hans þau Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson. Þá eru þeir Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, og Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, einnig flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarp um breytingar á gildandi mannanafnalögum var lagt fram á þingi 2014 til 2015 en var ekki samþykkt. Í greinargerð með frumvarpinu sem þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja nú fram segir að það frumvarp hafi verið efnislega svipað en hafi í vissum atriðum gengið skemur. „Með frumvarpi þessu er t.d. lagt til að ekki verði gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og skylda til að kynbinda kenninöfn barna til foreldra er felld brott,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega fjallað um réttindi transfólks Þá er í greinargerðinni sérstaklega fjallað um réttindi transfólks en um þau segir: „Lög um mannanöfn eru mjög takmarkandi fyrir transfólk, bæði varðandi kynbindingu nafna og rétt einstaklinga til að breyta nafni sínu. Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kvenmannsnöfn eða karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleika niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni. Í þessu endurspeglast mikilvægi þess að löggjöfin taki mið af kröfum samfélagsins. Hér, líkt og annars staðar, eru ríkari hagsmunir fólgnir í því að einstaklingur fái að heita nafni sínu en í því að viðhalda gildandi lögum um mannanöfn.“ Varðandi mannanafnanefnd segir svo meðal annars í greinargerðinni: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir. Foreldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp tilfelli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi viðkomandi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um mannanöfn og þar af leiðandi mannanafnanefnd séu sá aðili sem eigi að leiðbeina foreldrum í foreldrahlutverkinu.“Frumvarpið í heild sinni má sjá nálgast á vef Alþingis.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent