Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 13:52 Aron Leví Beck er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Aðsend Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00